Morgunn - 01.06.1939, Page 54
48
M O R G U N N
nefndir spámenn, guðsmenn eða sjáendur, og hve nær
sem slíkir viðburðir gerðust í lífi þeirra, töldu þeir og
samtíðarmenn þeirra þá bera vitni um guðdómlega út-
valningu og köllun. Dæmi eru til þess, að sumir þeirra,
er slíka reynslu hlutu misskildu hlutverk sitt og létu
stundum leiðast til þess fyrir fortölur annara eða af eig-
ingjörnum hvötum að nota slíka hæfileika í miður heið-
arlegum tilgangi, og sennilega eru það slíkir menn, er
þannig fóru að ráði sínu, sem nefndir eru falsspámenn.
í sumum þeirra kennslubóka, sem til skamms tíma hafa
verið notaðar við kristindómsfræðslu barna, er talað um
slíka viðburði sem yfirnáttúrlega, og að þeir og krafta-
verk þau sem biblían segir frá, hafi æfinlega gerzt fyrir
beina persónulega íhlutun Guðs sjálfs. Þessari skýringu
var haldið að mér af presti þeim, er bjó mig undir ferm-
ingu, en þar sem hér væri um yfirnáttúrlega viðburði að
ræða, þá hefði Guð þurft að upphefja náttúrulögmálið
í hvert sinn og hann hefði látið slíka viðburði gerast.
Menn þeir, er af mestri vandvirkni hafa rannsalcað
fyrirbrigði þau, er gerzt hafa á síðustu áratugunum um
víða veröld í sambandi við þá menn, sem sálrænum
hæfileikum eru búnir, hafa sannfærzt um það, að íyrir-
brigði þessi beri að skoða sem hliðstæður þeirra, er helgi-
rit okkar hafa fi’á að segja, að gerzt hafi á liðnum öldum,
og hefur oft verið að þessu vikið í erindum þeim, er hér
hafa verið flutt, en þeir, sem mest og vandlegast hafa
rannsakað hin sálrænu fyrirbrigði nútímans, hafa ekki
aðhyllzt áðurnefndan skilning á framkvæmi þeirra og
orsök. Niðurstöðuályktanir þeirra eru í fám orðum sagt
þær, að menn þeir, sem við venjulega nefnum miðla, séu
búnir sérstökum hæfileikum, er geri samstarf við and-
legan heim kleift, að þessir hæfileikar þeirra birti ákveð-
ið og eðlilegt lögmál, sem þessi fyrirbrigði stjórnist af
og lúti. Ýmsir kunnir dulspekingar halda því einnig
fram, að allir menn séu gæddir slíkum hæfileikum, þeir
séu þeim í blóð bornir og hverjum og einum sé unnt að