Morgunn - 01.06.1939, Síða 57
MORGUNN
51
að bendingar þær, er hér koma til greina geti orðið sem
flestum að gagni, líka þeim er litla eða enga verulega
þekkingu eiga á þessum efnum, hlýt ég að fara ítarleg-
ar út í einstök atriði, en elía hefði þurft, og tala nokkuð
almennara um málið en annars hefði verið ástæða til.
Sálrænir hæfileikar mannanna gera vart við sig með
ýmsum hætti, ekki ósjaldan þannig, að menn þeir, sem
þeim eru búnir í ríkari mæli en almennt gerist, fara að
sjá eitt og annað, sem aðrir sem með þeim eru, verða
ekki varir við, t .d. landslag, er þeir kannast ekki við að
hafa áður sér, framliðna menn, sem þeir þekkja og aði'a,
sem þeir hafa aldrei augum litið eða muna ekki eftir að
hafa séð. Þá verða þeir og stundum varir við nálægð
einhverra ósýnilegra gesta, sem þeir stundum ekki sjá,
en vita þó af með einhverjum hætti. Stundum finnst þeim,
sem þeir heyri raddir þeirra af og til, eða þeir komist í
hugrænt vitundarsamband við einhverja slíka. Mjög
er þeim nauðsynlegt, er fyrir þessu verða, að taka öllu
slíku, er fyrir þá kann að bera, með samúð og velvild, en
jafnframt með fullkominni varfærni, skynsamlegri og
rólegri yfirvegun. Ýmsu því, er ber fyrir hinn skyggna
mann, bregður stundum snögglega fyrir, svo hratt, að
honum veitist eðlilega örðugt að gera sér nákvæma
grein fyrir því, sem fyrir hann hefur borið. Endurtaki
þetta sig oft, er honum nauðsynlegt, geti hann á nokk-
urn hátt komið því við, að tryggja það^ að hann verði
ekki fyrir ónæði eða truflunum, meðan á þessu stendur,
og mjög væri honum þá hentugt að geta verið með ein-
hverjum, er fulla samúð og nokkura þekkingu hefur á
þessu. Það verður að hafa hugfast, að það getur naum-
ast talizt óyggjandi sönnun fyrir návist framliðins manns,
þó að persónulegri líking hans eða mynd bregði sem
snöggvast fyrir augu eins eða annars, og til eru þeir,
sem skýra slíkar sýnir þannig, að sá, er þetta hefur séð,
hafi að eins litið skynmyndir sinnar eigin vitundar, en
slíku er þó aðeins til að dreifa, hafi sá er sýnina sá,
4*