Morgunn - 01.06.1939, Síða 59
M O R G U N N
53
ur hlotið samband við, grein fyrir þessu og biðja þær um
að reyna að koma í veg fyrir slíkt, ef mögulegt er.
Þá kemur það einnig fyrir, að stundum grípi menn
löngun til að skrifa ósjálfrátt, byrjar oft þannig, að þeir
verða varir við einkennilega tilfinningu í hönd sinni eða
armlegg, hún fer að hreyfast fram og aftur og taki þeir
þá ritblý í hönd sér og hafi pappír við hendina, dregur
hönd þeirra einatt ýmiskonar merki og strik á pappír-
inn. Stundum reynist unnt að lesa einstök orð og jafnvel
heilar setningar þegar í fyrsta skipti, en mjög mun slíkt
sjaldgæft. Venjulega mun sá, er virðist eiga slíkan hæfi-
leika, hafa vitund um, hvað hann skrifar, vii'ðist sem
þetta komi í hug sinn, án þess honum sé unnt að gera sér
verulega grein fyrir því, hvernig þetta gerist, en oftast
er því haldið fram í slíkri skrift, að framliðinn maður
stjórni hönd hans og hreyfi hana. Þetta getur vel verið
rétt, en eigi að síður er nauðsynlegt að taka öllum full-
yrðingum um þetta með ítrustu varfærni. Margt af því,
er skrifast með þessum hætti er stundum lítið annað
en góðlátlegt hjal, sem í engu sker sig frá því, er hver og
einn getur sagt og sett saman, og engin ástæða er til að
eigna það allt framliðnum mönnum, eða áhrifum frá
þeim. Ástæða er miklu fremur til að ætla, að einatt eigi
þetta upptök sín í undirvitund þess, er skrifar, án þess að
hann geri sér það ljóst. Því skal að vísu ekki neitað, að
áhrif frá framliðnum mönnum kunni að vera orsök þess,.
að menn fari að skrifa ósjálfrátt, en hætta er á því, að
sambandið kunni að vera svo ófullkomið, að ekki sé
unnt að greina, hvað sé þaðan komið eða úr undirvitund
þess, sem skrifar. Þá fyrst, er ákveðnar sannanir fara
að koma fram í slíkri skrift, ef þeim, er þar segjast vera
að verki, tekst að koma fram einhverjum endurminn-
ingaratriðum úr lífi sínu, sem sá, er skrifar hefur ekki
getað átt neina vitneskju um, eða ef honum tekst að
segja eitthvað óorðið fyrir, er síðar gerist, sé unnt a&
þekkja rithönd hins látna o. s. frv., þá er fullkomin