Morgunn - 01.06.1939, Síða 61
M O R C. U N N
55
um virðist hann vera að fjarlægjast umhverfi sitt, en
hann greini betur og skýrara einhver önnur vitsmuna-
eða tilversvið. Þá getur svo farið, að hann grípi einhvers
konar óljós geigur eða kvíði um það, sem fram undan sé,
samtímis og þessi breyting verður. Tilfinningin um þetta
getur einatt valdið meira eða minna sjálfráðri og ósjálf-
ráðri mótspyrnu hjá honum gegn því, sem verið er að
reyna til að gera af hálfu þeirra, sem þarna virðast vera
að verki. Óttinn við það, að hverfa inn í þetta einkenni-
lega ástand, sem stundum kennir í fyrstu hjá hinum sál-
rænu mönnum, er þó sennilega ekki alltaf sprottinn af
áhyggjum hans sjálfs um þetta., stundum geta þeir, sem
með honum eru, átt sinn þátt í þessu, einkum ef þá
skortir alla reynslu af dásvefninum. Dæmi eru til þess,
og helzt til mörg, að hræðsla grípi viðstadda án nokk-
urs minnsta tilefnis. Stundum hafa þeir farið að biðja
hinn sálræna mann að sofna nú ekki, en hafi svefn hans
vex-ið orðinn dýpri en svo, að hann hafi getað orðið þess
vai', hefur það stundum komið fyrii', að þeir hafa þrifið
í hann, rokið á fætur og jafnvel skvett köldu vatni fram-
an í hann, til þess að vekja hann. Þetta er háskalegt að
gera og getur valdið honum verulegum óþægindum og
alvarlegri vanlíðan um lengri eða skemmi'i tíma á eftir,
og ég vil mjög eindi’egið vai’a alla þá við, sem slíka hæfi-
leika eiga, að stofna til þess konar tilrauna, nema því að
eins að þeir eigi kost á aðstoð og samstarfi einhverra,
■sem fróðir eru um þessi efni.
Þegar slíkt kemur fyi’ir, er mjög hætt við, að hinn
sálræni maður og þeii', sem með honum hafa verið, geri
sér alrangar eða þá mjög villandi hugmyndir um málið.
Heynsla sú, er hann kann að hafa fengið með þessum
hætti af ef til vill fyrstu tilrauninni, getur valdið því,
að hann verði með öllu fráhverfur því, að sinna þessu
frekara, þó að hann annað veifið kenni löngunar til þess
°g haldi áfram að verða var við nærveru andlegs heims.
Afleiðingin verður sú ein, að hæfileikar hans hafa opn-
L