Morgunn - 01.06.1939, Síða 66
60
M O R G U N N
þægilegu áhrif stafi. Þar sem allar dyr standa opnar,
þar geta allir gengið inn. Ef líðan hins framliðna manns
er örðug af einhverjum ástæðum, verkar það eðlilega
lamandi á hinn sálræna mann. Áreiðanlega er það ekki
ætlun hins framliðna manns eða manna, að valda jarð-
neskum mönnum óþægindum með nærveru sinni og þeim
er ekki um að kenna, þó að jarðneskir menn verði fyr-
ir hugsanaáhrifum frá þeim. Þeir koma til að leita sam-
úðar og hluttekningar, en finna einatt ekki það, er þeir
þrá sökum þekkingar- og skilningsskorts þeirra, sem með
einhverjum hætti verða fyrir meira eða minna vituðum
áhrifum frá þeim. Dæmi eru til þess, að hugsanaáhrif frá
vansælli sál geti læst sig svo sterkt í vitund jarðneskra
manna, að þeim virðist þau vera hluti af hugsunum sín-
um. Þeim er venjulega ókleift að gera sér skýra grein
fyrir því, hvaðan áhrifin stafa, þeir finna að eins breyt-
inguna, sem orðið hefur á sálarlífi þeirra, en gera sér
eðlilega ekki grein fyrir því, hvernig á þessu stendur, en
margir heimsfrægir sálarrannsóknamenn, og í hópi
þeirra nafnkunnir menn í læknastétt, eru þeirrar skoð-
unar, að slík áhrif geti valdið verulegum truflunum í sál-
arlífi jarðneskra manna. Mönnum þeim, er fyrir slíkum
áhrifum verða, er nauðsynlegt að eignast þekkingu á
þessum málum. Vanþekkingin veitir engum vernd, hún
felur í sjálfri sér auðsæjustu hættuna.
Mikið af því, er rýrir og jafnvel stundum eyðileggur
allan árangur af sálrænni starfsemi þeirra manna, sem
góðum hæfileikum kunna að vera gæddir, stafar ein-
göngu af því, að sálrænir hæfileikar þeirra hafa ekki
hlotið rétta meðferð. Stjórnendum miðlanna er einatt
ekki gefinn nægur tími til að ná öruggum tökum á hæfi-
leikum þeirra. Hinir sálrænu menn freistast einatt til
þess að halda, að þeir séu þegar orðnir starfhæfir miðl-
ar, ef einhverra fyrirbrigða í þá átt verður vart hjá þeim,
að þeir séu færir um að fullnægja þörfum hvers og eins,
gera sér enga grein fyrir því, að hæfileikar þeirra þurfi