Morgunn


Morgunn - 01.06.1939, Page 79

Morgunn - 01.06.1939, Page 79
M O R G U N N 73 í hvers yðar hug: Áfram á sömu braut. Ég þykist skynja,. að ef vér hyggjumst verða að bæta nokkuð upp frá liðna árinu, þá verður það að vera fólgið í því, að halda örugg áfram á nýja árinu á sömu braut, en með vaxandi áhuga, íeglulegum nýjársáhuga. En þegar vér þá komum að því, að hugsa um og tala um þetta „áfram“, að komast áfram, eöa halda áfram, þá kem- ur jafnan — og einnig í félagsstarfsemi vorri — tvennt til greina. Annars vegar eitthvað, sem tefur og hindrar eða vill hindra — að eins megum vér ekki láta það gjöra það — og hins vegar það, sem hvetur og knýr áfram. Þetta sem tefur sálarrannsóknirnar, þekkinguna á því, að til sé líf eftir þetta líf, og stendur eins og nokkurs kon- ar veggur fyrir þeim, það er — þótt undarlegt megi virð- ast — fyrst og fremst sprottið frá vitsmunum mannsand- ans, vitsmununum, sem eru aðalundirstaðan undir allri framþróun mannkynsins, undir allri hinni undraverðu, glæsilegu byggingu framfaranna, undir þeirri fádæma auð- legð andlegra og líkamlegra afreka, sem hugvit mannsins hefur framleitt í byggingarlist og öðrum fögrum listum, í skáldskap og vísindum og öllu þess eðlis, sem nöfnum tjáir að nefna. Það er í stuttu máli það sem vér táknum með orðinu gáfur, vitsmunir og vísindi, vísindin, sem hafa það fyrir verkefni, að vera frumkvöðull og boðberi allrar þekkingar og sívaxandi þekkingarauka mannsandans, það eru þau, sem eru aðalþröskuldurinn fyrir þessari þekk- ing eða þekkingarauka, að fá að vita eitthvað víst um það, hvort andi mannsins er sjálfstæð vera, sem lifir lengur en hann er háður þessum líkama, sem hann hefur fyrir verk- færi sitt. Og meðan þessum þröskuldi er ekki til fulls rutt úr vegi, getur þessi nýja þekking ekki náð því fulla gildi, sem henni samkvæmt eðli sínu er ætlað að ná og hún hlýt- ur að ná. Fyrri en það er orðið, hefur þessi þekking ekki hlotið það sæti, sem henni ber, við hliðina á öllum öðrum viðurkenndum þekkingaratriðum. Þetta er samt ekki svo að skilja — það verð ég þegar að taka fram — að vitsmun-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.