Morgunn - 01.06.1939, Síða 79
M O R G U N N
73
í hvers yðar hug: Áfram á sömu braut. Ég þykist skynja,.
að ef vér hyggjumst verða að bæta nokkuð upp frá liðna
árinu, þá verður það að vera fólgið í því, að halda örugg
áfram á nýja árinu á sömu braut, en með vaxandi áhuga,
íeglulegum nýjársáhuga.
En þegar vér þá komum að því, að hugsa um og tala um
þetta „áfram“, að komast áfram, eöa halda áfram, þá kem-
ur jafnan — og einnig í félagsstarfsemi vorri — tvennt til
greina. Annars vegar eitthvað, sem tefur og hindrar eða
vill hindra — að eins megum vér ekki láta það gjöra það
— og hins vegar það, sem hvetur og knýr áfram.
Þetta sem tefur sálarrannsóknirnar, þekkinguna á því,
að til sé líf eftir þetta líf, og stendur eins og nokkurs kon-
ar veggur fyrir þeim, það er — þótt undarlegt megi virð-
ast — fyrst og fremst sprottið frá vitsmunum mannsand-
ans, vitsmununum, sem eru aðalundirstaðan undir allri
framþróun mannkynsins, undir allri hinni undraverðu,
glæsilegu byggingu framfaranna, undir þeirri fádæma auð-
legð andlegra og líkamlegra afreka, sem hugvit mannsins
hefur framleitt í byggingarlist og öðrum fögrum listum,
í skáldskap og vísindum og öllu þess eðlis, sem nöfnum
tjáir að nefna. Það er í stuttu máli það sem vér táknum
með orðinu gáfur, vitsmunir og vísindi, vísindin, sem hafa
það fyrir verkefni, að vera frumkvöðull og boðberi allrar
þekkingar og sívaxandi þekkingarauka mannsandans, það
eru þau, sem eru aðalþröskuldurinn fyrir þessari þekk-
ing eða þekkingarauka, að fá að vita eitthvað víst um það,
hvort andi mannsins er sjálfstæð vera, sem lifir lengur en
hann er háður þessum líkama, sem hann hefur fyrir verk-
færi sitt. Og meðan þessum þröskuldi er ekki til fulls rutt
úr vegi, getur þessi nýja þekking ekki náð því fulla gildi,
sem henni samkvæmt eðli sínu er ætlað að ná og hún hlýt-
ur að ná. Fyrri en það er orðið, hefur þessi þekking ekki
hlotið það sæti, sem henni ber, við hliðina á öllum öðrum
viðurkenndum þekkingaratriðum. Þetta er samt ekki svo
að skilja — það verð ég þegar að taka fram — að vitsmun-