Morgunn - 01.06.1939, Síða 88
82
M O R G U N N
sagt var, að komið væri að honum að tala, sagði hann
með mikilli viðkvæmni: „Ég er ekki dauður, pabbi, alls
ekki“. Hann sagði okkur, hve langa lexíu hann hefði haft
í dag og sagði kátur í bragði: Hingað.
Herra Graff sagði, að Villi hefði einn dag sagt þeim á
sjúkrahúsinu, að næsta fimmtudag mundi hann koma.
heim, en í staðinn fyrir að koma heim til þeirra, þá hefði
hann farið til síns himneska heimilis: „Ég var þá að eins“,
sagði Villi „að hafa eftir það, sem afi minn sagði. Hann
sagði, að ég kæmi þá heim, ég held að ég hafi verið þegar
kominn hálfa leið“.
Villi spurði, hvaða ár væri og reiknaði svo út, hvaða ár
hann væri fæddur og hvað hann mundi vera gamall.
Móðir hans talaði um jólin, og hann sagði, að síðasta
ár, þegar þau stóðu öll kringum jólatréð, hefði hann heyrt
hana segja: „Bara Villi væri nú með okkur“. — „Og þá
var ég þar. Ég sló stóra bláa glerkúlu af trénu, til að
sýna ykkur, að ég væri þar. Ég hef gjört það bæði árin
og ætla að gjöra það aftur á þessum jólum“.
Hjónin sögðu bæði, að þetta hefði borið við bæði árin.
Foreldrarnir fóru heim til sín, gagntekin af gleði yfir að
vita það, að Villi lifir enn þá.
Ég gat ekki stillt mig um að segja ykkur þessa yndis-
legu sögu um litla, elskulega drenginn, sem þótti líklega of
góður til að velkjast hérna. En hvað sem um það er, þá
fékk hann að koma aptur og syngja fyrir hana mömmu
sína, sem var yfirkomin af harmi, svo að hún skyldi vita,
að hann væri enn þá hjá henni eins og hin börnin á jól-
unum, og alls ekki dáinn. Manni gæti dottið í hug, að þetta
væri eitt af yndislegustu æfintýrum Andersens, æfin-
týraskáldsins aðdáanlega, sem allir þekkja. — En þetta
e,r ekkert æfintýri. Þetta er raunverulegur viðburður, sem
farinn er að gjörast nú á dögum, að eins með ýmsum til-
breytingum. Og vér þurfum alls ekki í útlend blöð og bók-
menntir til að leita að þessu. Það eru sjálfsagt hundruð
dæma í voru eigin landi og margar sögur að segja. Þarna