Morgunn - 01.06.1939, Page 92
86
MORGUNN
við hlið bróður míns og andarnir, sem hann hafði bjarg-
að, komu með okkur. Við höfðum ekki gengið lengi,
þegar allt í einu fór að verða brattara upp í móti og hélt
því áfram, unz við komum á leiðarenda. Á jörðinni
mundi svo löng ganga hafa þreytt mig mjög, en í anda-
líkama mínum fann ég ekki til þreytu.
Eptir því sem okkur sóttist á brekkuna, sem var vax-
in þéttum skógi, varð andrúmsloptið, sem var þungt og
dimmt og þreytandi í undirheimaskóginum, smám saman
bjartara, laufskrúð trjánna varð auðugra og blómlegra
og grasið grænna.
Loksins vorum við komin þangað, sem mér virtist
vera víðáttumikil háslétta, vaxin trjám. Heildarútlitið
var mjög líkt því, sem er á skógi á jörðunni í tempraða
beltinu á drungalegum degi, þegar himininn er grár og
sólina sér eigi. Þar voru fuglar, sem sungu yndislega.
Á svæði því, sem mér var unnt að sjá út yfir, voru
þúsundir af öndum. Það var auðséð á látbragði þeirra,
að byrði syndanna hvíldi ekki nærri því eins þungt á
þeim eins og á hinum örvæntingarfullu aumingjum í
skuggalega skóginum, sem við komum úr. Klæði þeirra
voru ekki dökk, heldur dökkgrá á lit, og ég tók eptir
því, að klæði þeirra, sem komu með okkur, voru með
sama litblæ.
Ég heyrði einn þeirra segja: ,,Það er gott að vera
kominn þangað, sem aptur má heyra fuglana syngja“.
Aðrir létu í ljósi ánægju sína yfir að sjá grænt grasið
og trén. Sumir lýstu tilfinningum sínum með tárum, en
það voru gleðitár.
Margir andar komu fram og heilsuðu hinum nýkomnu
vingjarnlega og fóru burt með þá.
Ég sá trjágöng liggja í gegnum skóginn og í þeim
langa röð af litlum, lágum byggingum, sem gætu verið
íbúðarkofar. Þeir voru allir svipaðir hver öðrum og grá-
leitir að lit.
„Þetta eru hvíldarstaðir fyrir þá, sem dvelja hér“,