Morgunn - 01.06.1939, Qupperneq 93
MORGUNN
87
sagði bróðir minn, „þangað geta þeir farið til þess að
hugleiða og vera í sambandi við englana, sem þjóna
þeim. Á því sviði, sem við komum frá, eru engir slíkir
staðir, því að þar er engin hvíld“.
Ég leit inn í einn kofann. Þar inni var að eins eitt
lítið herbergi með engum húsgögnum og sami gráleiti
liturinn, sem að utan.
„Hversu ólíkt er þetta hinum fögru hvíldarherbergj-
um í aldingarði himnaríkis“, kallaði ég upp.
„Sá mismunur“, sagði bróðir minn, „sýnir mismun-
inn á andlegu ástandi þeirra, sem hér dvelja, og hinna,
sem komnir eru upp á hin himnesku svið“.
Ég sá engin blóm á þessu sviði, og ekki heyrði ég
neina glaða lofgjörð og þakkargjörð, sem hafði veitt
niér svo mikinn fögnuð í aldingarði himnaríkis. Söngur
fuglanna var hinn eini söngur, sem ég heyrði.
„Þetta er fyrsta sviðið“, sagði bróðir minn, „af þeim
sviðum, sem liggja milli undirheima, sem við komum
frá — sem ekki er það lægsta í undirheimum — og
hinna himnesku sviða. Hlutskipti þeirra, sem eru hér,
er miklu betra en þeirra, sem dvelja í hinum myrka
skógi. Hér eru þeir miklu ráðþægari að taka móti
fræðslu og leiðbeiningum englanna frá himnesku svið-
unum, sem þjóna þeim og hjálpa þeim til að taka and-
legum framförum, því að allar framfarir hjá okkur
eru andlegar.
Þeim er við og við leyft að fara til undirheimanna,
sem þú hefir séð, og hjálpa vesalingunum þar eptir því,
sem þeir verða færir um það. Með því er þeim sjálfum
hjálpað til að losna við eigingirnina, sem er örðugasti
þröskuldurinn yfir að stíga til andlegs þroska.
Ég lét í ljósi, að ég væri glöð af því, að honum hefði
heppnazt að bjarga svo mörgum frá undirheimum.
Ég gleðst einnig af því, að ég hef fengið að vinna slíkt
verk til að þjóna guði, svaraði hann. En frá yðar heimi
fer daglega gegnum hlið dauðans skari af syndþjökuð-