Morgunn - 01.06.1939, Síða 94
88
M O R G U N N
um sálum til hinna myrku undirheima. Það er í yðar
heimi, sem við höfum mestan áhuga fyrir að sjá það ljós
— þá þekking — breiðast út, sem mundi fæla mikinn
fjölda manna frá að lifa syndugu, lastafullu, eigin-
gjörnu og óguðlegu lífi, sem steypir þeim í slíka eymd
og volæði eptir dauðann. Því að eptir dauðann verður
að uppfylla lögmálið: „eins og þú sáir, munt þú upp
skera“. Og það er erfiðara, miklu erfiðara, að endur-
bæta og snúa á betri veg óguðlegum syndurum í myrk-
um undirheimunum, heldur en í þeim heimi, sem þeir
lifa í sínu líkamlega lífi.
Ef unnt væri að fá börn jarðarinnar til að kannast við,
að lífið á jörðunni er að eins forleikur að endalausu lífi,
að það er komið undir jarðlífi þeirra, hvort þeir sökkva
í djúp vesaldóms, eymdar og örvæntingar, sem er miklu.
vonarsnauðara og bitrara, en unnt er að reyna á jörðunni,
eða hvort þeir ganga inn í tilveruástand, sem er miklu
fagnaðarríkara en til getur verið á jörðunni — ef unnt
væri, að fá þá til að kannast við þetta, þá er óskiljanlegt,
að svo margir mundu vanrækja að búa sig undir ævar->
andi líf, sem nú gjöra það.
Eigingirnin mundi þá koma fyrir sjónir eins og sjálfs-
morð. Þá mundi verða viðurkennt, að boð Krists og fyr-
irskipanir eru hinar heilbrigðustu og gagnlegustu, sem.
nokkurn tíma hafa verið gefnar mannkyninu. Heimur-
inn mundi þá ekki lengi vera í augum englanna sú
hryggðarmynd, sem hann nú er, þar sem hin örlátlega
auðlegð náttúrunnar, gjöf skaparans til barna hans á
jörðinni, er að stórmiklu leyti notað til til að þjóna eig-
ingjarnri ágirnd fárra í staðinn fyrir að vera til vel-
gengni og gæfu fyrir alla. Og þá mundi ekki lengur
koma til undirheima slíkur óslitinn straumur af aumum,
spilltum og örbirgum sálum.
Lífið á jörðinni er, þegar það er rétt skilið, aðdáan-
legur æfingaskóli undir eilífa lífið, sem á eptir kemur.
Barátta þess gegn líkamlegum erfiðleikum, árekstrar