Morgunn - 01.06.1939, Qupperneq 98
92
MORGUNN
verið veitt mér til þess, að ég byrgði hana sem helgan.
fjársjóð í brjósti mínu.
Vandinn er ekki fólginn í því, að rifja upp eptir minni
orð og setningar, sem hann sagði — því að hann hagaði
orðum sínum eptir skilningi mínum, eins og fullorðinn
maður gjörir, er hann talar við lítið barn — heldur í því.
að lýsa hinum undursamlega krapti, sem fylgir orðum
slíks manns.
Hver sá, sem hlýtt hefir á opinbera ræðumenn, kann-
ast við það, hversu mikill mismunur er á sannfæringar-
afli þess, sem þeir segja, eptir því hver er persónuleg
framkoma ræðumannsins. Og þó er það svo, að þegar
hér er hlýtt á hina áhrifamestu og mælskustu ræðu-
menn, þá þykir frjálst að draga í efa ummæli þeirrj, '.r
rökræða ályktanir þeirra, og ef til vill hafna þeim, af
því að þær séu rangar. En þegar hlýtt er á Leiðtoga i
ljósgörðunum, þá er ekki unnt að hugsa þannig. Ég er þá
sannfærð um — og meira en það, veit það með vissu —
að ég hlýði þá á sannleika, — andleg sannindi — sem
hafa hina mestu þýðingu fyrir mannkynið.
Þegar ég hef hlýtt á hann og verið komin aptur til
jarðarinnar, þá hef ég stundum ritað vandlega það, sem
ég mundi af því, sem hann sagði við mig. En þegar ég
hef lesið aptur yfir það, sem ég hef ritað, þá hef ég því
miður komizt að því, að orðunum fylgir ekki lengur sá
máttur, sem veitti hjarta mínu svo dásamlega sannfær-
ingu þegar ég heyrði Leiðtoga segja þau. Þá verð ég
örvæntingarfull og óska mér, að ég ætti þá gáfu, sem
miklir rithöfundar hafa, til að geta látið aðra finna það,
sem Leiðtogi hafði látið mig finna.
Því að Leiðtogi, sem lifði nokkur hundruð árum áður
en Kristur vann starf sitt á jörðunni, er þjónn Meistar-
ans í ljósgörðunum. Og hin miklu sannindi, sem hann
brenndi inn í hjarta mitt, voru þau sannindi, sem frels-
arinn boðaði í Galíleu. Þungamiðja kenninga hans var