Morgunn - 01.06.1939, Blaðsíða 104
M O R G U N N
98
,,Ó“, kallaði ég upp, „að menn á jörðunni sæju, þó ekkí
væri nema eins og glampa af þessu! Ef þeir hefðu því-
líkt takmark að keppa eftir, þá mundi þeim aldrei finn-
ast, að lífið sé ekki þess vert að lifa því“.
Mér sýndist þessi skínandi skari vera endalaus skrúð-
fylking, og hrópaði upp undrun mína yfir þvi.
„Englar guðs eru eins og sandur á sjávarströnd“,
sagði Leiðtogi. Þeir eru óteljandi. Og þér hefur veri'ö
veitt það, að segja börnum jarðarinnar það, sem koma
mun mörgum þeirra til að opna hjörtu sín fyrir guðdóm-
legri þjónustu þessara engla. Fagnaðu og vertu glöð.
Ég hafði komið þó nokkrum sinnum í ljósgarðana,
áður en ég fékk að koma annarstaðar en í garðinn, sem
ég fyrst sá. Leiðtogi hafði, eins og í fyrri heimsóknunum
rétt mér bikar af vatni úr gosbrunninum til að drekka
og látið mig ífærast skínandi hvítum kjól. Þvi næst
sagði hann: „Komdu með mér, ég ætla að sýna þér
nokkuð af þessu sviði, sem þú hefur ekki áður séð“.
Því næst fór hann með mig um garðinn þangað til við
komum að háu hliðopi með fagurlega útskornu hliðí
líkt sem væri úr látúni. Hann hóf upp hönd sína og
hliðið opnaðist. Þá sá ég töfrandi fagra sjón, sem ég"
get að eins nefnt á nafn, en ekki lýst. Ef ég ætti að líkja
því við eitthvað, sem mér fyndist bezt geta gefið hug-
mynd um útlit þess og unað, þá vildi ég segja stóran
skemmtigarð, en miklu unaðslegri en hinir frægustu ensku
skemmtigarðar. Mörg trén voru þakin blómum eins og
Hesta-kastaníurnar okkar eru framan af sumrum. Blóm-
in voru mismunandi að stærð og lit, en öll aðdáanlega.
fögur og angandi unaðslegum ilm. Fjöldi var þar af
fuglum og allir, þeir, sem ég tók eftir, með afarskraut-
legu fjaðraskrúði, og þeir sungu eins og tilvera þeirra
öll væri full af óumræðilegri sælu. Jarðvegurinn var
öldumyndaður og í fjarlægð gaf að líta silfurlitar
tjarnir, læki og lindir, og fjöll með fossum og straum-
brotum eins og glitrandi gimsteinaskrúða. Ég stóð agn-