Morgunn


Morgunn - 01.06.1939, Page 107

Morgunn - 01.06.1939, Page 107
M O R G U N N 101 við fundarmenn og minntu þá á eitt og annað til að sanna þeim hverjir þeir væru. Héldu raddirnar áfram um hálfa klukkustund. Þessu næst ávarpaði miðillinn fundargestina og mæltist til þess, að kveikt væri á rauða ljósinu, og var það þegar gert. Ljós þetta var það sterkt, að auðvelt var að fyigjast með öllu er fram fór. Miðillinn hafði nú orð á því, að einhver sterkur gestur væri að ná tökum ái sér, en samtímis tóku fundargestirnir eftir, að einkennilegur litblær færðist yfir hönd miðilsins, er lá á borðinu, útlit hennar gjörbreyttist, hún stækkaði smám saman, unz hún var orðin að greinilegri karlmanns- hönd. Var breyting þessi auðsæ upp að úlnlið miðilsins. Meðan þessu fór fram var sem krampakenndur titringur færi um miðilinn, og öðruhverju heyrðust ekkablandin sog af vörum hennar. Þessu næst rétti miðillinn, er nú hafði enga vitund um, hvað var að gerast, dóttur sinni höndina, en hún sat hinumegin við borðið. Nokkurs taugaóstyrks virtist kenna í höndinni, en rétt á eftir greip höndin blý- ant og reit í flýti nokkurar setningar á blað, er lá þar á borðinu. Rétt á eftir sáu fundargestirnir, að sams konar breyting var að verða á hinni hönd miðilsins. — Hinar grönnu og fíngerðu hendur miðilsins voru nú alveg horfn- ar, en í þess stað sáum við stórar, fingralangar og þrek- legar karlmannshendur á borðinu fyrir framan okkur. En ekki var allt búið með þessu. Miðillinn hélt áfram að um- myndast með þessum dularfulla hætti. Horfðu fundargest- irnir fullir undrunar á, hvernig armar frúarinnar gildn- uðu, hvernig andlitsfall hennar, nef, munnur og hár virt- ist þurkast út eða hverfa með öllu, unz við sáum fyrir framan okkur herðabreiðan, þrekinn og myndarlegan karl- mann, og þekktu viðstaddir fundarmenn þegar, að þetta var hinn látni sonur miðilsins og enginn annar, er þannig sannaði nærveru sína. Rétti hann nú hverjum fundargesti fyrir sig hönd sína og heilsaði þeim, og var handtak hans að öllu leyti eðlilegt. Að því loknu greip hann blýant og ritaði nokkurar setningar á blað, en talaði jafnframt sam-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.