Morgunn - 01.06.1939, Qupperneq 107
M O R G U N N
101
við fundarmenn og minntu þá á eitt og annað til að sanna
þeim hverjir þeir væru. Héldu raddirnar áfram um hálfa
klukkustund. Þessu næst ávarpaði miðillinn fundargestina
og mæltist til þess, að kveikt væri á rauða ljósinu, og var
það þegar gert. Ljós þetta var það sterkt, að auðvelt var
að fyigjast með öllu er fram fór.
Miðillinn hafði nú orð á því, að einhver sterkur gestur
væri að ná tökum ái sér, en samtímis tóku fundargestirnir
eftir, að einkennilegur litblær færðist yfir hönd miðilsins,
er lá á borðinu, útlit hennar gjörbreyttist, hún stækkaði
smám saman, unz hún var orðin að greinilegri karlmanns-
hönd. Var breyting þessi auðsæ upp að úlnlið miðilsins.
Meðan þessu fór fram var sem krampakenndur titringur
færi um miðilinn, og öðruhverju heyrðust ekkablandin sog
af vörum hennar. Þessu næst rétti miðillinn, er nú hafði
enga vitund um, hvað var að gerast, dóttur sinni höndina,
en hún sat hinumegin við borðið. Nokkurs taugaóstyrks
virtist kenna í höndinni, en rétt á eftir greip höndin blý-
ant og reit í flýti nokkurar setningar á blað, er lá þar á
borðinu. Rétt á eftir sáu fundargestirnir, að sams konar
breyting var að verða á hinni hönd miðilsins. — Hinar
grönnu og fíngerðu hendur miðilsins voru nú alveg horfn-
ar, en í þess stað sáum við stórar, fingralangar og þrek-
legar karlmannshendur á borðinu fyrir framan okkur. En
ekki var allt búið með þessu. Miðillinn hélt áfram að um-
myndast með þessum dularfulla hætti. Horfðu fundargest-
irnir fullir undrunar á, hvernig armar frúarinnar gildn-
uðu, hvernig andlitsfall hennar, nef, munnur og hár virt-
ist þurkast út eða hverfa með öllu, unz við sáum fyrir
framan okkur herðabreiðan, þrekinn og myndarlegan karl-
mann, og þekktu viðstaddir fundarmenn þegar, að þetta
var hinn látni sonur miðilsins og enginn annar, er þannig
sannaði nærveru sína. Rétti hann nú hverjum fundargesti
fyrir sig hönd sína og heilsaði þeim, og var handtak hans
að öllu leyti eðlilegt. Að því loknu greip hann blýant og
ritaði nokkurar setningar á blað, en talaði jafnframt sam-