Morgunn - 01.06.1939, Page 109
M O R G U N N
103
Sagnfræðileg sönnun.
TJndurminningar um miðilsgáfu frú Clegg.
Þegar ég heyrði, að frú Jane Clegg1) hefði andazt 19.
janúar síðastliðinn, þá rifjaðist það upp fyrir mér, er ég
1 fyrsta sinn hitti hana í húsi systur minnar í Boume-
mouth, árið 1922. Systir mín lagði mjög að mér að hitta
frú Clegg og reyna skyggni og dulheyrnarhæfileika henn-
ar; og þó að ég væri mjög vantrúaður og tregur til að
hitta hana, þá fór svo, að ég lét loksins til leiðast vegna
systur minnar, að gjöra það, og varð ég að fara til þess
langa leið á hjóli.
Frú Clegg vissi ekkert um mig, og ég vissi ekkert um
hana, og ekkert virtist í fyrstu vera sameiginlegt fyrir
okkur. Hún sagði mér, að hún hefði frá barnæsku haft
þessa hæfileika, en foreldrar hennar hefðu ekki trúað
henni. Og þegar hún seinna giftist og eignaðist börn til
•að líta eftir, þá annaðhvort missti hún hæfileikana eða
sinnti þeim ekki. Þá var það á stríðsárunum, sagði hún
mér, að hún sá frelsarann í dásamlegri sýn, og hann sagði
við hana: „Nú þarf ég, barn mitt, að nota hæfileika þinn
til huggunar fyrir hina mörgu sorgbitnu“. Þetta var ætl-
unarverk mitt, sagði hún, og þar sem börn hennar voru
orðin fullorðin, þá helgaði hún gáfu sína þjónustu hans.
Ég sá nú ekki, að þetta snerti mig neitt, en þá segir
hún ofboð rólega: „Nú stendur kona við hliðina á yður“,
og svo lýsti hún konu, sem hafði lifað fyrir nokkur hundr-
uð árum, en ég var þá að rita æfisögu þessarar konu. Hún
lýsti henni, eins og sagan segir frá henni, og eins og hún
er á mynd, jafnvel augna- og háralitur stóð heima og höf-
uðbúningurinn, sem hún bar. Ég var, satt að segja, van-
trúaður, svo að ég bað hana, til þess að reyna hana, að
t) Frægur enskur miðill.