Morgunn - 01.06.1939, Qupperneq 112
106
M O R G U N N
verið „Mikilvægasta málið í heimi“, skuli enn þá ekki eiga
}>ak yfir höfuðið. Og þetta er enn þá merkilegra fyrir það,
að ekki einn einasti félagsskapur á öllu landinu á jafn
einlæga velunnara dreifða um allt landið, frá afdölum til
yztu annesja, þó að þeir séu fæstir í því félagi.
Þörfin fyrir húsnæði hefir alltaf verið mikil, en þó
aldrei eins aðkallandi og nú, þegar félagið hefir orðið
að sjá á bak tveim sínum öflugustu leiðtogum. Það þarf
■enga sérstaka svartsýni til að láta sér detta í hug, að fé-
lagsskapurinn verði lausari í sér eítir en áður.
Þegar mér verður hugsað til þeirra mörgu, sem fyrir
tilstilli S. R. F. 1. hafa öðlazt fastari og öruggari vissu um
lífið og tilgang þess en þeir áttu áður, þegar mér verður
hugsað til þeirra, sem á þyngstu stundum lífs síns, við
burtför hjartfólgnustu ástvina sinna, hafa fengið áþreif-
anlega vissu fyrir því, að „það er byggð á bak við heljar-
strauma“, þá verður mér á að undrast, undrast stórlega,
að þetta göfuga málefni, spíritisminn, skuli þurfa að vera
hornreka annara með fundahús.
Eg hefi gengið fram hjá ýmsum húsum i Reykjavík,
sem ýms félög þar eiga, félög, sem eg efast um að eigi
nokkuð fjárhagslega betur stæða félaga. Það eru t. d.
meira en 20 ár síðan Guðspekifélagið eignaðist sitt hús,
Adventistar eiga sína kirkju, Hjálpræðisherinn á stórhýsi,
íþróttafélög og stjórnmálafélög, sem oft eru þó sannkall-
aðar dægurflugur, eiga sín fundahús, en S. R. F. í. verður
að aflýsa samkomum sökum þess, að það á ekkert hús.
Menn og konur í Sálarrannsóknafélagi íslands og spíri-
tistar á öilu íslandi! Þetta má ekki svo til ganga. Þér verð-
•ið að taka höndum saman og byggja hús, þar sem þér get-
ið átt öruggt hæli, því að auk þess sem það er bagalegt
og hneisa að vera allt af upp á náð og miskunn annara
kominn í því efni, þá get eg borið um það af eigin reynslu,
að það er hreinasta neyðarúrræði að verða að nota hús-
næði til sálrænnar starfsemi, sem ef til vill stundinni áð-
ur hefir bergmálað af pólitísku rifrildi og er gegnsýrt af