Morgunn - 01.06.1939, Side 117
M O R G U N N
111
kona hans snerust til andatrúar og hann var beðinn um
að hagnýta sér þá gáfu til ósjálfráðrar skriftar, sem
honum var gefin. Hann gerði það og fór þá að fá skila-
boð frá „látnum“ bróður sínum, sem var prófessor í líf-
fræði, meðan hann lifði. Bækur hans um þau efni eru
enn notaðar og eru þó 40 ár síðan hann dó.
Síðar fóru að koma leiðbeiningar um krabbamein og
lækninum var sagt, að hann nyti aðstoðar margra frægra
lækna og vísindamanna í andaheiminum. Þessar leið-
beiningar leiddu til nýrrar kenningar um orsök krabba-
meins og jafnframt var gefið til kynna, hvernig mögu-
legt væri að lækna það.
Tvær bækur voru skrifaðar um þetta efni og sendar
til allra lækna, en þeir virtu þær einskis og sama gerðu
öll læknablöð að einu undanteknu.
I leiðbeiningunum stóð, að orsök krabbameins væri
lífefnabreytingar, en aðalbreytingin væri myndun jára-
oxids (Fe- 0:i) og lækninguna átti að framkvæma með
radiumsalti og járnklórídi (Fe CP). Þessi læknisaðferð
var of umfangsmikil til að einn maður gæti framkvæmt
hana, og þareð læknar skelltu skolleyrunum við þessu,
var ekkert gert í því um sinn.
En tilraununum hinum megin var haldið áfram og að
lokum var lækninum tilkynnt sú geysilega mikilvæga
uppgötvun, að nú væri hægt að komast af án radiums,
því að hægt væri að vinna helium — en á því valt lækn-
ingin — úr miklu ódýrara efni, nefnilega thorium.
Á þessum grundvelli byrjaði læknirinn að skipuleggja
læknisaðferð sína og var þá tilbúinn til að taka við sjúkl-
ingum. En hann gat ekki vakið neinn áhuga hinna rétt-
trúuðu (orthodox) lækna.
í örvæntingu sinni greip hann þá loks til þess ráðs, að
biðja Psychic News um að birta auglýsingu, þar sem
hann óskaði eptir að komast í samband við lækna —
rétttrúar eða ekki — sem fengist við krabbameinslækn-
ingar.