Morgunn - 01.06.1939, Side 125
M O R G U N N
119
fluttu eftirmæli eftir írska stórskáldið og Nobelsverðlauna-
manninn W. B. Yeats, sem andaðist 29. jan., þá minntust
fá á það, og stórblaðið Times, sem ritaði lengst, alls ekki,
að hann var ákveðinn spiritisti og fór ekki dult með, hafði
rannsakað málið með beztu miðlum, Hester Dowden,
Geraldine Cummins, Margery Crandon og sjálfsagt fleir-
um, og flutt um það opinber erindi og lýst yfir, að hjá
sér væri öllum efa lokið og hann vissi, að boðskapur þess
væri sannleikur. Fjórum dögum eftir að hann kvæntist
kom í ljós, að kona hans var ritmiðill, sem varð til þess,
að þau höfðu heimilishring til stöðugra tilrauna og rann-
sóknar.
Nú er þó orðin gjörbreyting á þessu frá því, sem áður
hefir* verið. Spiritisminn hefir ekki þótt eiga upp á pall-
borðið í Fleet Street, aðalblaðamannahverfi Lundúnaborg-
ar, en nýtur þar nú orðið yfirleitt fullrar virðingar og
vinsamlegra ummæla, svo að jafnvel láta sum blöðin sína
eigin trúnaðarmenn kynna sér málið og rita síðan um það
greinar og greinaflokka, og fer þá' jafnan á einn veg, að
þessir menn eins og aðrir, sem rannsaka nokkuð, sann-
færast og gjörast nýir brautryðjendur fyrir málið.
Það þykir og nú orðið geta skipt máli fyrir kaupenda-
fjölgun blaða á Englandi, hvort þau sinna þessu máli, og
hvernig þau snúast við því.
1 síðasta hefti Morguns ritaði Snæbjörn Jónsson stutta
grein, en allskilmerkilega og fróðlega, lýsti nokkuð hvern-
ig væri, einkum á Englandi, litið á þetta og vildi beina
því til okkar eigin blaðamanna, og þótti þeir sinna málinu
of lítið, og endaði greinina á þessu gamanyrði: „Sofðu nú
rótt, seint mun ofsofið“. Þó mun það hafa þótt áreitnis-
legt, því að eitt stærsta og merkasta blaðið tók það óstinnt
upp og' svaraði, að Snæbjörn ætlaði þá ekki að gjörast
vekjaraklukka. En þegar presturinn sagði: „Snúið þið,
piltar, aldrei er ofsnúið", þá skildu þeir, og hættu að snú-
ast með kistuna. Og þegar Snæbjörn segir „seint mun of-
•sofið“, er hugsun hans, að nú skuli hætta að sofa, og ís-