Morgunn


Morgunn - 01.06.1939, Page 126

Morgunn - 01.06.1939, Page 126
120 M O R G U N N lenzk blöS fara að skipta sér meira um þetta mál, og má vel taka undir það, þótt gjört sé í bróðerni og áreitnis- laust. Snæbjörn er áhugamaður um hvert mál, sem hann tekur að sér og vel ritfær og skorinorður, og ekki er hann líklegur til að bregðast máli, sem hann ljær fylgi sitt. Sjálfsagt náði hvatningin ekki, og sízt sérstaklega, til þessa blaðs, sem jafnan hefir góðfúslega tekið greinar um and- leg efni. Ég veit ekki til, að kaupendafjöldi íslenzkra blaða fari neitt eftir því, hver afstaða þeirra er til sálarrannsókn- anna, og ekki heldur að sálarrannsóknamenn hafi hugsað sér að ,,boycotta“ nein blöð þess vegna. Þau ráða sjálf skoðunum sínum. Hitt ræður að líkum, að þeir, eins og aðrir, gjöra ráð fyrir, að almenningsblöð í heild, þótt aðallega fáist við stjórnmál, hafi einnig þann ásetning, að fræða lesendur sína um hvert gott og nytsamt mál, sem upp kann að koma, og leitast við að leiðbeina þeim um réttan skilning á þeim; í stuttu máli, að blöð og tímarit, sem eru að mennta og fræða almenning, setji sér öðrum fremur fyrir reglu hið forna spakmæli: „Nihil humanum a me alienum putc'' o: ekkert mannlegt tel eg mér óviðkomandi. Og það munu líka flest blöð gera á einhvern hátt, að láta ekki þýðingar- mestu mál fara fram hjá sér, án þess að leitast við að leið- beina um þau og því fremur, sem hvert mál er þýðingar- meira. Því erum við allt af í blöðunum að lesa umræður um mikilvæg mál, og ný og ný koma til sögunnar, sem út af spinnast miklar umræður, og blöðin keppast við að skýra þau sem bezt. Oft geta þau verið óljós í fyrstu, en skýrast við umræðurnar, þangað til hið rétta er orðið víst. og viðurkent. Og því verður nú varla neitað, að þýðingarmeira mál getur ekki verið til, en að vita hvort það er rétt, sem um marga áratugi hefir nú verið rætt og ritað um, svo að um það hafa risið upp feykimiklar bókmenntir, að samumir hafi fengizt fyrir því, að í manninum sé til sál með sjálf-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.