Morgunn - 01.06.1939, Page 127
M O R G U N N
121
stæðu lífi, en það hefir allt fram að þessu verið og er enn
af mörgum dregið í efa; og ef hún er til, hvort hægt sé
þá að sanna, að hún lifi er líkaminn deyr, og þeir eru
einnig margir, sem efa það og jafnvel neita því.
Þetta er það, sem sálarrannsóknamenn eru að berjast
við að sanna, eða réttara sagt, að fá það viðurkennt, því að
þeir hafa þegar margsannað það. En það er þó ekki út
rætt, því að þó að sannleikurinn verði aldrei deyddur, þá
fær hann ekki notið sín eða komið að því haldi, sem hon-
um er ætlað að koma tíllum, fyr en hann er að fullu viður-
kendur. Og hver vill þá draga sig í hlé, sem getur gefið
upplýsingar?
Það er sök okkar Snæbjarnar Jónssonar, að vilja njóta
í þessu máli aðstoðar sem flestra góðra manna og þá fyrst
og fremst góðra blaða, sem hafa fyrir hlutverk sitt, að
leiðbeina þjóðinni um allt, sem satt er og rétt, nytsamt og
nauðsynlegt að vita, þvi að um þau munar svo mikið.
, *. Eftir rúm 50 ár síðan þessi ræða fyrst
raskuræ'oan. , ,
kom út, hefir nú Snæbjörn Jonsson bók-
rali gefið hana út á ný með löngum og greinagóðum for-
mála, sem hér skal þegar vísað til, um höfundinn. Það
þarf ekki að skýra frá, hvaða ræðu hér sé átt við. Það
getur ekki önnur verið, sem á það „katexoken" (sérstaka)
heiti, en hin þjóðkunna ræða síra Páls Sigurðssonar í Gaul-
verjabæ. Að vísu eru í ræðusafni síra Haralds Níelssonar
miklar páskaprédikanir, sem ekki standa henni að baki að
snilld í máli og byggingu, og andinn sami. En þá voru
komnir aðrir tímar, jarðvegurinn öðruvísi undirbúinn,
ekki hætt við, að á óvart kæmi, þótt skýrt væri frá nýj-
um skoðunum og skilningi á vafasömum atriðum. En síra
Páll hefst upp úr eins manns hljóði, kemur að kalla má
öllum að óvörum. Enda vakti ræðan, er hún kom fyrst út,
1888, feykimikla athygli fyrir djarfmælsku og einurð höf-
undarins. Margir höfðu sjálfsagt þegar óhug á útskúfun-
arkenningunni, sem ræðan snýst á móti, og áttu auðvelt
með að samþýða sér hana, og tóku henni fegins hendi.