Morgunn - 01.06.1939, Qupperneq 129
M O R G U N N
128
og fullkomnast og hverfur að eins það, sem ekki fær stað-
izt. Að öðru leyti er það eftir sem áður grundvöllurinn.
Þjóðin verður ekki guðlaus, þótt hún aðhyllist leiðrétting-
nrnar og nýju þekkinguna.
Það er vel, að ræða síra Páls hefir að nýju verið gefin
út, og Snæbirni Jónssyni er þakkað fyrir að hafa gjört
það og minnzt hans svo rækilega, sem hann gjörir í for-
málanum.
Þó að nú séu yfir 50 ár síðan hún kom fyrst út, og hún
og aðaláhugaefni hennar því löngu orðin eign þjóðarinn-
ar, þá hefir henni verið tekið enn fegins hendi sem góðri
nýjung. Til vitnis um það er, að upplagið, sem prentað
var, seldist á örskömmum tíma og hefir Snæbjörn Jóns-
son því gefið hana aftur út, þriðju útgáfu.
Framan við ræðuna í þessari 3. útgáfu hefir Sigurgeir
Sigurðsson biskup ritað nokkur lofsamleg minningarorð
um höfundinn. Hann endar þau með þessum orðum:
„Kirkja íslands mun minnast þessa góða sonar síns með
þakklæti“. Mun þjóðinni í heild þykja það maklega mælt.
Hafa þá þrír biskupar landsins látið honum í té aðdáun
sína, og enginn ámælt.
Lesendum Morijims, sem margir munu hafa keypt ræð-
una, skal bent á, að í þessum nýju útgáfum á neðsta lína
á blaðsíðu 31 að falla þar bui't; er pi-entuð á blaðsíðu
30 á réttum stað.
1 XVII. árgangi Morguns 1936 gat rit-
stjórinn, Einar H. Kvaran, um merkilega,
litla bók með þessu nafni (The Morrow of
Death), sem þá var nýlega komin út á Englandi. Getur
hann þess, að bókin fjallar um „það, sem fyrir menn ber
á fyrstu áföngunum eftir andlátið“, og er rituð í sam-
bandsástandi eftir ósýnilegum höfundi hinumegin, sem
kallar sig Amicus (vinur), og hefir vandlega sannað sig,
að hann var prestur meðan hann var hér á' jörðunni. For-
mála fyrir bókinni hefir skrifað presturinn G. Vale Oiwen,
einn af hinum frægustu höfuðskörungum sálarrannsókn-
Morgunn
dauðans.