Morgunn - 01.06.1939, Blaðsíða 130
124
MORGUNN
anna, og tilgreinir ritstjórinn nokkuð af ummælum hans.
Skal það hér ekki endurprentað, en lesendum bent á, að
lesa það í ofannefndum árgangi Morguns, bls. 127, því að
nú er bókin komin út í íslenzkri þýðingu eftir Einar kenn-
ara Loftsson, á prýðilega vönduðu máli.
Þýðandinn kallar bókina: Daginn eftir dauðann,
sem fellur vel í eyra, en sama hugsun og Kvaran þýddi:
Morgunn dauðans, sem er nær frummálinu.
Formála Vale Owens hefir hann ekki þýtt, með því að
hann er að mestu sniðinn meira við hæfi Englendinga en
íslenzkra lesenda. En Snæbjörn Jónsson hefir skrifað
langan og skemtilegan formála fyrir þýðingunni, sem er
fróðlegur og kemur víða við og gjörir bókina að eigulegri.
Höfundurinn, Amicus, spyr í upphafi inngangs síns:
„Hvernig getur það átt sér stað, að sá, sem er enn á jarð-
sviðinu, geti fengið þekkingu á lífinu, sem við tekur á
eftir?“ Og hann svarar: „Það verður að vera birt honum
af einhverjum, sem er kominn sjálfur þangað“. En nú er
það eitt af því, sem þeir bera iðulega fyrir, sem hafna
niðurstööum sálarrannsóknanna, að í skeytum, sem koma
handan að, sé aldrei annað en einskisvert hjal og engin
lýsing á því lífi, sem við tekur. En eg held, að enginn
geti haldið því fram, sem les þessa litlu bók. í djúpri og
innilegri alvöru skýrir Amicus frá ástandinu hinumegin.
Hitt má vera auðvitað, að ekki sé unnt að gjöra það að
fullu skiljanlegt, meðan maðurinn dvelur í líkamanum með
hann aðallega að verkfæri. Svo frábrugðið hlýtur það að
vera jarðlífinu með líkamsfjötruðum og takmörkuðum
skilningstækjum þess. Ber þó öllum saman, að því svipi
í mörgu saman, og endurminningar frá jarðlífinu hald-
ist við, sérstaklega um ástar- og vina-sambönd, sem slitin
voru með líkams viðskilnaðinum. Það atriði er og ásamt
mörgu öðru að fullu sannað af rannsóknum ágætustu og
trúverðugustu manna með beztu miðlum.
Morgunn ræður óhikað hverjum sem er til að lesa þessa
litlu bók, og þá sér í lagi þeim, sem vilja trúa að sannanir