Morgunn - 01.06.1939, Qupperneq 131
MORGUNN
125
sálarrannsóknanna sé tímabært mál og vilja kynna sér
þær. Hún er þrungin af trúartrausti og kærleika í anda
hans, sem kristnir menn kenna sig við.
„ . . Oft hefir miklum og merkilegum málum
orðið það til stórframdráttar, að auðugir
menn hafa ánafnað þeim og eftirlátið stórar upphæðir til
að koma fótum undir þau og efla. Marga slíka vini hefir
sálarrannsóknamálið átt í öðrum löndum, og hefir þeirra
sumra verið getið í Morgni. í síðasta hefti er t. d. sagt
frá, að auðkona í London, frú Caillard, ánafnaði spiritista-
félagi (Society of Progressive Souls) eftir sig höll, sem
hún átti. Einn sjúklingur, sem hinn frægi lækningamiðill
Parish hafði læknað, gaf í þakklætisskni stórhýsi til að-
seturs fyrir starfsemi hans. Sjálfur hafði hann lagt niður
lífvænlega atvinnu, til þess að helga lækningunum alt starf
sitt, án þess að taka nokkuð fyrir. Og margt fleira þessu
líkt hefir stuðlað ekki lítið að hinum öra vexti málsins,
því að auður er á þessu tilverusviði afl þess, sem gjöra skal.
Fyrir skömmu skýrði blaðið „Light“ frá einni slíkri
rausnargjöf og gizkar á, að lesendum þyki skemtilegt að
heyra frá því, og þá ekki ólíklegt, að lesendum Morguns
þyki það líka.
Gefandinn var auðug kona, frú Marianne Bayley
Worthington. Hún ánafnaði £5000 (nál. 110 þús. kr.)
„til að hjálpa syrgjendum og þeim, sem við raunir búa,
en hafa ekki efni á að kaupa spiritistabækur eða borga
fyrir að vera á fundum hjá beztu miðlum“.
Hún tilnefndi sjálf í stjórn sjóðsins ritara Spiritista-
sambands Lundúna og forseti sambandsins, ungfrú Lind-
af-Hageby var persónuleg vinkona hennar. Varð það til
þess, að samvinna tókst með sambandinu og stjórn sjóðs-
ins um að framkvæma vilja gefandans, og á að gjöra það
með því að verja sérstökum upphæðum til:
(1) að borga að noklcru eða öllu fyrir að vera á fund-
um með viðurkenndum miðlum fyrir þá, sem oru of
fátækir til að greiða;