Morgunn - 01.06.1939, Síða 132
126
M O R G U N N
(2) að útbýta bókum til stofnana, annara en sjálfstæðra
spiritistafélaga;
(3) að nota seinna nokkurn hluta fjárins, til að koma á
almennings fundum.
Stjórnin hyggst á þenna hátt íullnægja vilja frúarinnar.
En henni er lýst svo, að hún vann starf sitt í kyrrþei.
Nafn hennar sást sjaldan á prenti, en margir fátækari
menn og konur þekktu hana vel. Síðustu árin af hennar
löngu æfi var það aðaláhugamál hennar, að útbreiða þekk-
ing á spiritismanum til þeiri’a, sem starfa í búðum og
skrifstofum og annara efnalítilla, sem hún hitti fyrir.
Stjórn sjóðsins og Lundúnasambandið ætla að gefa út
árlega skýrslu um starfsemina, og skýra frá hvernig
fénu hefir verið varið.
Þetta hefir, sem vænta má, mælzt vel fyrir, og til að
styðja starfið hafa margir af heldri miðlum lofað, að
verja nokkru af tíma sínum til að gefa ókeypis fundi
fyrir sjóðinn.
Það hafa þegar verið haldnir nokkrir ókeypis eða ódýr-
ari fundir með þeim árangri, að sýnt er, að með þessu
er bætt úr tilfinnanlegri þörf.
Það hefir einnig verið útbýtt bókum, og mörg sveita-
bókasöfn og stofnanir, sem ekki hafa samband við föst.
spiritistafélög verið styrkt á þann hátt af sjóðnum.
Ekki er ótrúlegt að einnig á íslandi kunni að vekjast
upp örlátir vinir til að styrkja stoðir þessa máls, sem
hjá oss eru eðlilega veikari en hjá stórþjóðum, og þörfin
að því skapi meiri — þótt hér sé fátt auðugra manna, og
þótt þetta sé ekki hugsað svo, að menn gefi fyrir sálu sinni
eða kaupi fyrir peninga betri vist á hærra tilverusviði-
í Morgni 1937 var birtur hæstaréttardóm-
urinn í máli lækningamiðlanna frú Guð-
rúnar Guðmundsdóttur, Sessiliusar Sæ-
mundssonar o. f 1., og hefir því einnig þótt rétt að birta í
þessu hefti Morguns nýgenginn dóm í hæstarétti í sams
konar máli, bræðranna Jóhanns og Guðmundar Lárussona,,
Hœstaréttar-
démurinn.