Morgunn - 01.06.1939, Síða 133
M O R G U N N
127
með því, eins og ritstjórinn þá komst að orði, að dómurinn
,,er svo afar mikilvægur fyrir þann málstað, er Morgunn
heldur fram“, og vísast hér til annara ummæla hans á
bls. 124 um þetta efni — manns, sem fyrir mikla þekking
á innlendri og útlendri reynslu baú allra manna bezt skyn
á, hverja þýðingu sálrænar lækningar hafa.
Dómurinn er, sem ekki mun ofsagt, að allir bjuggust
við, ákveðinn sýknudómur bræðranna, en hann er fáorður,.
líklega af því, að röksemdirnar fyrir honum lágu ljóst
fyrir í undirréttinum og hinum fyrri hæstaréttardómi,
þær, að þessar sálrænu lækningar, eins og þær eru reknar,
sem flestum er kunnugt, geta ekki heyrt undir það, sem
læknaleyfislögin nr. 47 1932 nefna að „stunda lækningar“.
Með því er vafalaust haft í huga það, sem nefnt er skottu-
lækningar, sem felur í sér niðrandi merking, er nálgast
lastmæli um þá, sem leggja fyrir sig lækningar, ef til vill
af hneigð, en vantar hvorttveggja: þekking og hæfileika.
Hinar sálrænu lækningar eru annars eðlis, og eru lang-
flestar þannig til komnar, að sjúklingar, sem lærðir og lög-
gildir læknar, einn eða fleiri, hafa lýst yfir eða á annan
ótvíræðan hátt komið í ljós, að þeir gætu ekki hjálpað
þeim, leita þeirra manna, sem víst er og enginn mun fram-
ar neita að til eru, sem hafa fengið þá náðargáfu að geta
látið í té lækningar, jafnvel við svo kölluðum „ólæknandi“
sjúkdómum. Stundum gjörist lækningin eða bati á sjúk-
dómnum þegar í stað, jafnvel þótt sjúklingurinn komist
ekki á fund miðilsins, en stundum þarf til framhaldandi
tilraunir.
Sumum sjúklingunum hefir verið gefið í skyn, að þeir
geti ekki lifað nema tiltekinn stuttan tíma eða aldrei feng-
ið heilsubót, og þeir lifa í angist og kvíða fyrir dauðanum,
sem öllum lifandi skepnum er í brjóst borin, svo að það
ætti að vera sjálfgefin sú mildi og mannúð, að meina þeim
ekki að grípa þetta síðasta hálmstrá vonarinnar um að
bjarga lífi, og heilsu.
Og þó að innan um leiti sálrænna lækninga sjúklingar,