Morgunn


Morgunn - 01.12.1946, Blaðsíða 12

Morgunn - 01.12.1946, Blaðsíða 12
82 MORGUNN varir snertingar. Lúðrarnir ferðast yfir hringnum, og er dumpað léttilega á höfuð manna. Gegnum aðra er talað. — Skyndilega beinist athyglin að okkur Islendingunum, sem sitjum í ytri hring. Haraldur Níelsson nefnir nafn sitt og heilsar. Röddin virðist greinilega vera hans, sterk, en hás. Hann talar til okkar hvatningarorðum um starfið hér heima á Islandi. Biður um, að áfram sé haldið ótrauð- lega þeirri viðleitni, sem hann af veikum mætti hafi stutt. Við tölum til hans á íslenzku og biðjum hann að mæla til okkar á sama hátt. Hann svarar, að hér verði að tala allt á dönsku eða sænsku, enda sé allt endurtekið. Þá er gerð tilraun að sannfæra Margréti, konu Þórbergs. Eg sit næst miðlinum í ytri hring, Margrét næst mér og þar næst Þórbergur. Lúður kemur yfir höfuð okkar, og er dump- að niður á kolla okkar eins eftir annan. Okkur er sagt að standa upp og haldast í hendur. Síðan er eg látinn taka í hönd miðilsins. Okkur er sagt að sleppa höndum Mar- grétar, en henni að rétta þær fram. Og þá er tekið um báðar hendur hennar, þétt og traustlega. Henni virðast það karlmannshendur í stærra lagi. — Fyrirbærin standa á að gizka 30—40 mínútur. Okkur þykir áferð fundarins nokkuð hrjúf og hávaðasöm. En lúðrasvifið, raddirnar hvaðanæva yfir höfðum okkar og snertingar í ytri hring virðast sannfærandi um, að hér séu öfl að verki, sem ekki verða skýrð út frá venjulegum forsendum náttúrulögmáls- ins. — Að stuttri stundu liðinni, eftir að fundi lýkur, kem- ur miðiliinn til okkar í aðra stofu. Hann er þreytulegur, en ljúfur og hjartanlega alúðlegur, eins og honum virðist eiginlegt. Miöillinn Einar Nielsen. Líkamningamiðillinn Einar Nielsen mun vera flestum lesendum Morguns kunnur af afspurn og mörgum af kynn- ingu. Hann hefir tvisvar komið hingað til lands fyrir at- beina Sálarrannsóknafélagsins og haldið fundi undir um- sjá Einars H. Kvaran. Má efalaust telja heimsóknir hans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.