Morgunn - 01.12.1946, Blaðsíða 60
130
MORGUNN
ingja sínum myndina, kom í Ijós, að annað var mynd af
móðurbróður þessa manns. Hitt andlitið var barnsand-
lit. Nokkrum mánuðum seinna gróf Coates það upp, að
þetta var mynd af lifandi barni, sem einn af kunningjum
hans átti. Hvorki ljósmyndarinn né Mr. Orr höfðu nokk-
urntíma séð þetta barn. Síðarnefndur segir í bréfi um
þetta: „Hvernig mynd af andliti þessa barns kom á mynd-
ina, sem tekin var af mér, er mér framúrskarandi mikil
og óskiljanleg ráðgáta". En Coates sjálfur segir um það:
„Ég læt mér nægja að segja frá þvi, sem gerðist. En skýr-
ing — lífið er of stutt til þess“. Það skal tekið fram, að
barnið var „glaðvakandi", þegar myndin var tekin.
Þó að lífið sé stutt og greinin sé orðin löng, ætla ég að
setja fram skýringartilraun vegna þess, sem ég hef minnzt
á hér að framan.
Það er ekki líklegt, að barnið, sem eftir myndinni að
dæma er fimm til sex ára í mesta lagi, hafi sjálft átt frum-
kvæðið að þessu. Kemur þá einhver „þriðji maður“ til sög-
unnar? Annaðhvort einhver „partur“ af ljósmyndaran-
um eða Mr. Orr, eða — sem mér finnst miklu líklegra —
einhver á bak við tjaldið, sem fer með þessum hluta af
anda barnsins, sem ekki er í líkamanum, en þó í honum“
til ljósmyndarans, ef til vill í því skyni að varpa nokkru
Ijósi yfir þessi undarlegu fyrirbrigði, sem nefnast „sál-
rænar ljósmyndir".
Kristján Linnet.