Morgunn - 01.12.1946, Blaðsíða 88
158
MORGUNN
FJARSKYGGNI
i.
Eitt sinn var Ásmundur Vermundarson, bróðir Þorbjarg-
ar Vermundardóttur í Tungu, síðar á Hólmlátri á Skógar-
strönd, ömmu Sigurðar Jónssonar frá Gautsstöðum, á ferð
úr lcaupstað í Stykkishólmi yfir Vestliðaeyri, sem liggur
við Hvammsfjörð. Er þar yfir fjörur að fara. Sagt er, að
þar hafi verið verzlun í fornöld og hefir lengi sézt þar fyr-
ir búðatóptum. Allt í einu segir Ásmundur við förunaut
sinn: ,,Guð hjálpi mér, nú er maður að hengja sig í Sokk-
ólfsdal", (sem er langt í burtu inni í Dölum). Fór hann
þá af baki og bað fyrir sér. Svo mikið varð honum um
fjarsýn þessa, að hann var lengi þögull á eftir.
Settu mennirnir nú á sig, hvenær þetta var, sem Ás-
mundur sá sýnina, og stóð það allt heima, að einmitt á
þessari stundu hengdi sig maður á Breiðabólsstð í Sokk-
ólfsdal og þótti öllum þetta merkilegt, að Ásmundur skyldi
sjá þetta, því hann var í mikilli fjarlægð.
n.
Á Hrappsstöðum í Laxárdal bjuggu Steindór og Jóhanna
Jónsdóttir. Höfðu þau tekið kaupakonu um sumarið og var
allt fólk á engjum. (Mun þetta hafa verið um 1860).
Segir þá kaupakonan, að hún sjái bát með 2 eða 3 mönn-
um vera að farast í sjóinn. Lýsti hún landslagi, sem var
þar nærri sjónum og sagði, að þar væri nes í sjó fram,
með talsverðri byggð og hátt fjall fyrir ofan.
Var þá skrifaður mánaðardagurinn, þegar heim var
komið af engjunum, og lýsing stúlkunnar á landinu, því
þetta þótti merkileg sýn, og undarlegt, að stúlkan skyldi
fullyrða þetta ákveðið.
Eftir nokkurn tima fréttist, að bátur hefði farizt fram