Morgunn - 01.12.1946, Blaðsíða 42
112
MORGUNN
um hríð. „Þetta er undarlegt", sagði hann um síðir. „Hann
lýsti föður mínum nákvæmlega eins og hann var um það
leyti, er hann andaðist fyrir tuttugu árum. Hann var lækn-
ir og hafði mikið að gera, og hann var æfinlega svona bú-
inn“. En jafnvel þessi „rödd úr gröfinni", eins og hann
komst að orði, fékk ekki breytt ákvörðun hans, hann vildi
ekki láta dásvæfa sig. En þrátt fyrir það fer honum batn-
andi, og enn vona ég, að mér takist að veita honum full-
an bata.
Einu sinni kom til mín stúlka, er hafði orðið fyrir tauga-
áfalli í loftárás, sem gerð var á Lundúni. Hún var fús til
að láta dásvæfa sig, en áður en mér gæfist tími til að gera
neitt, fór hún að frussa og skirpa, en barðist auðsjáanlega
við að segja eitthvað. Ég settist í stólinn minn, en allt í einu
spratt stúlkan á fætur og fór að tala við mig í annarlegum
rómi. Rödd hennar var með öllu óþekkjanleg, líktist mest
rödd ungrar telpu. Líklega hugsaði hún sér, að hún væri
orðið lítið barn, og ég lét það gott heita. Hver ertu? spurði
ég. Ég er Alice, ég fór yfir um eða dó eins og þú munt segja
fyrir tuttugu árum, var þá aðeins tólf ára, en nú er ég
komin aftur. Til hvers komstu? spurði ég. Veit það ekki,
er bara hérna. Allt í einu sneri hún sér við og horfði í átt-
ina til stólsins, sem hún hafði setið í fyrir fáeinum mínút-
um, benti á bak við hann og æpti upp yfir sig: Ó, sjáðu,
sjáðu, og brá handleggnum fyrir augun. Vitanlega sá ég
ekki neitt, en með það í huga, er áður hafði gerzt, langaði
mig til að komast til botns í þessu og hélt henni við efnið.
Þegar hún hafði jafnað sig ofurlítið, spurði ég hana, hvað
hún sæi. Sjáðu, þú átt óvin, hann stendur á bak við stólinn.
Sitja allir sjúklingar þínir í þessum stól? Hann hatar þig
og reynir til að eyðileggja fyrir þér. Hver er hann, er þetta
djöfull? Já, það sem þú átt við með þessu orði. Skipaðu hon-
um að fara til heimkynna sinna, sagði ég. Þetta virtist hrífa.
Stúlkan vék nú frá hlið mér og gekk fram að dyrunum og
benti til mín. Því næst benti hún upp í loftið á herberginu
gegnt dyrunum og sagði: Sérðu ijósið þama? Láttu það