Morgunn - 01.06.1956, Blaðsíða 83
Einar H. Kvaran:
Draumar.
T ekið úr ritgerðinni ,,Draumar“, sem birt var í bólcinni
Trú og Sannanir, og hafði áður verið prentuð í Slcimi.
★
Ég hefi minnzt á, að það sé kynlegt að hugsa sér, að
menn geti í draumum orðið varir þeirra atburða, sem gerzt
hafa og enginn lifandi maður veit, að hafi gerzt. Óneitan-
lega er þó enn kynlegra að hugsa sér, að menn skuli geta
orðið þess varir, sem ekki er komið fram, en gerist síðar.
Það er í mínum augum allra-kynlegasta hliðin á draumun-
um. Samt er þetta sjálfsagt algengasta hliðin á drauma-
^rúnni. Menn tala um það eins og algengan, ómerkilegan
hlut, að þá „dreymi fyrir daglátum“. Með því er átt við
Þáð, að atburðirnir komi fram í draumum, rétt áður en
þeir gerast, og alveg eins og þeir gerast. Enn algengari er
samt sú trú, að mönnum birtist í draumi með hinum og
öðrum táknum, það sem fram við þá á að koma. Ég hygg
að fullyrða megi, að naumast sé nokkurt heimili til á land-
lr>u, þar sem ekki trúir einhver að meira eða minna leyti
a draumana, — þar sem, með öðrum orðum, ekki trúir
mnhver á það fyrirbrigði, sem er allra dularfyllst og óað-
gengilegast skilningnum. Ég veit, að flestir reisa þessa trú
sína á veikum grundvelli. Ég veit, að athuganir flestra
manna á þessu efni eru lítið eða ekkert annað en reykur.
Én þetta er ekki aðeins algeng trú. Þetta er trú, sem lifað
hefir á öllum þeim öldum, sem menn hafa sögur af mann-
kyninu. Og nú er það að staðfestast með hinum vísinda-
logu rannsóknum, að þessi trú sé á einhverju verulegu
reist.