Morgunn - 01.06.1956, Blaðsíða 48
42
MORGUNN
komast eftir, hvað gerðist raunverulega á andlátsaugna-
bliiknu, var hinn frægi vísindamaður Sir William Barrett
prófessor í eðlisfræði. Hann andaðist árið 1926. Auk þess
sem hann leysti af hendi merkilegt vísindalegt sálarrann-
sóknastarf með vísindatækjum og aðferðum, safnaði hann
traustum sögum af sýnum við dánarbeði og gaf út um þær
litla en ágæta bók. Hann prófaði með vakandi gagnrýni
sögurnar og sögufólkið, og var vel á verði gegn hverju
því, sem bar ekki merki fullkomins sannleika, sannsögli
og heiðarleika. Einna ríkust sönnunargögn þótti honum
felast í sýnum barna við dánarbeði, ýmist deyjandi barna
eða barna, sem við dánarbeði voru. Hann leit eðlilega svo
á, að kornung börn væri erfiðara að rengja en fullorðnar
manneskjur, og þá ekki sízt vegna þess, að litlu börnin
vissu tíðum ekki að um dauðann væri að ræða og gátu
engar hugmyndir gert sér um hann.
Ein frásögnin er á þessa leið:
Ung hjón höfðu misst börn sín tvö úr kvalafullum sjúk-
dómi. Tvö þeirra, Fred og Annie, 7 og 8 ára gömul, voru
önduð fyrir fáum vikum, þegar 4 ára gamall bróðir þeirra
veiktist og lá innan skamms fyrir dauðanum. Sama kvöld-
ið sem hann dó kom faðir hans að rúmi hans til að gefa
honum lyf. Þá sat litli drengurinn uppréttur í rúmi sínu
og sagði: „Nei, þarna eru þau Fred og Annie“. „Hvar,
drengurinn minn?“ spurði faðirinn. „Sér þú þau ekki?
Þarna, þarna“, sagði drengurinn og benti á vegginn. „Þau
eru að bíða þess að ég komi með þeim“. Og á sama augna-
bliki hné litli drengurinn andvana niður á koddann.
Er ekki sennilegt, að fleira hafi verið við dánarbeð litla
drengsins, sem foreldrarnir sáu ekki? Deyjandi drengur-
inn vissi, að þessi systkin hans voru dáin, en mest sönn-
unargildi sem rök fyrir framhaldslífinu hafa þær stað-
reyndir, þegar deyjandi fólki birtast vinir og kunningjar,
sem það hafði ekki hugmynd um, að væri dáið. Ein slík
frásögn er þessi:
Jenny og Edith voru skólasystur og miklar vinkonur.