Morgunn


Morgunn - 01.06.1956, Blaðsíða 32

Morgunn - 01.06.1956, Blaðsíða 32
26 MORGUNN áttu. Andstöðuna sá hún glögglega fyrir. Hún var að leggja til baráttu, ein og allslaus nunna, gegn öllu klaustra- og kirkjuveldi Spánar. En hún hikaði ekki. Guði ætlaði hún að gefa allt, eins og hún skildi Guð. Ekkert minna en allt gat hin stórláta kona sætt sig við að gefa. Vitanlega geta menn haft enn, eins og menn höfðu þá, annan skiln- ing á hugsjón hennar en hún. En í baráttunni varð hún svo stór, að ekki orkar tvímælis. Hiklaust en af mikilli lægni tók hún þegar að vinna fyrir hugsjón sína innan klaustursins, en andstaðan lét ekki á sér standa. Nunnurnar misskildu hana og töldu um- bótastarf hennar sprottið af drambi og sjálfbirgings- hætti. Nú hártoguðu þær jafnvel vitranir hennar og bæna- líf, sem þær höfðu dáð áður. Prestarnir voru henni and- vígir. Og þegar hún bar fram fyrir þá aðfinnslur sínar, sökuðu þeir hana um vanþakklæti. En svo þakklát var hún, að alla ævina bað hún fyrir beiningamanni einum, sem einhverju sinni hafði gefið henni svaladrykk. 1 tvö ár lagði hún nú ríka stund á meinlætalifnað og strangar andlegar æfingar, og mikill friður kom yfir sál hennar. En henni varð æ ljósara, að þessarar kyrrlátu sælu mætti hún ekki njóta, fyrir hugsjón sína yrði hún að lifa og stríða: að fá klaustrunum lokað, svo að munkar og nunnur fengju næði til að vígja Guði líf sitt eftir þeirri hugsjón, sem hún átti sem kaþólsk kona. Óvild og háð helltist yfir hana frá klaustrafólki og prestum. Hina ströngu klausturhugsjón hennar taldi þetta fólk fjar- stæðu. En meðan á þessu stríði stóð fékk hún aukinn styrk til ákvörðunar frá bænastund, sem hún lýsir á þessa leið: „Dag nokkurn hafði ég verið lengi í djúpri bæn og beð- ið Drottin ákaft um styrk til að þóknast honum. Þá fór ég að syngja sálminn Veni, sancte creator: (Kom, heilagi skapari). Féll ég þá í dá, og við mig var sagt: Ég vil að þú talir við engla, en ekki menn“. Upp frá þessari stund opnaðist henni samfélag heilagra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.