Morgunn - 01.06.1956, Side 32
26
MORGUNN
áttu. Andstöðuna sá hún glögglega fyrir. Hún var að
leggja til baráttu, ein og allslaus nunna, gegn öllu klaustra-
og kirkjuveldi Spánar. En hún hikaði ekki. Guði ætlaði
hún að gefa allt, eins og hún skildi Guð. Ekkert minna en
allt gat hin stórláta kona sætt sig við að gefa. Vitanlega
geta menn haft enn, eins og menn höfðu þá, annan skiln-
ing á hugsjón hennar en hún. En í baráttunni varð hún
svo stór, að ekki orkar tvímælis.
Hiklaust en af mikilli lægni tók hún þegar að vinna
fyrir hugsjón sína innan klaustursins, en andstaðan lét
ekki á sér standa. Nunnurnar misskildu hana og töldu um-
bótastarf hennar sprottið af drambi og sjálfbirgings-
hætti. Nú hártoguðu þær jafnvel vitranir hennar og bæna-
líf, sem þær höfðu dáð áður. Prestarnir voru henni and-
vígir. Og þegar hún bar fram fyrir þá aðfinnslur sínar,
sökuðu þeir hana um vanþakklæti. En svo þakklát var
hún, að alla ævina bað hún fyrir beiningamanni einum,
sem einhverju sinni hafði gefið henni svaladrykk.
1 tvö ár lagði hún nú ríka stund á meinlætalifnað og
strangar andlegar æfingar, og mikill friður kom yfir sál
hennar. En henni varð æ ljósara, að þessarar kyrrlátu
sælu mætti hún ekki njóta, fyrir hugsjón sína yrði hún að
lifa og stríða: að fá klaustrunum lokað, svo að munkar og
nunnur fengju næði til að vígja Guði líf sitt eftir þeirri
hugsjón, sem hún átti sem kaþólsk kona. Óvild og háð
helltist yfir hana frá klaustrafólki og prestum. Hina
ströngu klausturhugsjón hennar taldi þetta fólk fjar-
stæðu. En meðan á þessu stríði stóð fékk hún aukinn
styrk til ákvörðunar frá bænastund, sem hún lýsir á
þessa leið:
„Dag nokkurn hafði ég verið lengi í djúpri bæn og beð-
ið Drottin ákaft um styrk til að þóknast honum. Þá fór ég
að syngja sálminn Veni, sancte creator: (Kom, heilagi
skapari). Féll ég þá í dá, og við mig var sagt: Ég vil að
þú talir við engla, en ekki menn“.
Upp frá þessari stund opnaðist henni samfélag heilagra.