Morgunn


Morgunn - 01.06.1956, Blaðsíða 28

Morgunn - 01.06.1956, Blaðsíða 28
22 MORGUNN kostum. Smám saman komst hún í jafnvægi, trúarlíf henn- ar dýpkaði, klausturfriðurinn heillaði hana, og í bænaiðk- unum sínum tók hún að fá dulskynjanir. Klaustursystrun- um gat ekki dulizt, að hér var óvenjuleg ung stúlka komin. Nú var að því komið, að hún ætti aftur að snúa heim til föður síns, en þá lagðist hún hættulega veik. Læknarnir þekktu ekki sjúkdóminn, en meðfædd hreysti hennar og viljastyrkur sigraði sjúkdóminn að lokum. Hún kvaddi klaustrið, en burtför hennar hörmuðu systurnar svo, að þær grétu. Svo sárt fannst þeim að sjá henni á bak. Eftir klausturdvölina kom Teresa að æskuheimilinu sínu gjörbreyttu. Systkin hennar voru flest farin að heiman. Hláturinn var hljóðnaður og gleðin virtist horf- in. Hún hlakkaði til að hitta æskuvinina sína aftur, en jafnframt hálfkveið hún fyrir því. Hún vissi, að með þeim gæti hún ekki lifað því lífi, sem hún hafði fengið forsmekk af í klaustrinu og átti nú hug hennar hálfan. Þar var klausturlífið farið að togast á við hið glaða líf, sem hana langaði þó einnig til að lifa. Eftir stutta dvöl í æskuheimilinu lagði hún af stað í heimsókn til Maríu systur sinnar, hinnar nýgiftu. En á leiðinni kom hún við hjá frænda sínum, sem lifði sem ein- setumaður í óbyggðum. Hún dvaldist hjá honum um hríð og fór að hugsa um framtíð sína. Með sjálfri sér háði hún baráttu. Hún var einráðin í því að giftast ekki, en hins vegar þóttist hún vita, að menntaþorsta sínum fengi hún ekki að svala, eins og hugur hennar stóð til, því að nú þegar hún var talin því nær of lærð af konu að vera á þeirri tíð. Nótt eftir nótt lá hún andvaka og reyndi að taka ákvörð- un. Klausturhugsjónin kom og sveif fyrir henni í mörg- um myndum. Þegar hún sá fyrir sér þrönga klausturklef- ann og fann hinn grófgerða nunnukufl eins og leggjast utan að ungum og viðkvæmum líkama sínum, hörfaði hún undan, æska hennar gerði uppreisn, hún sá, að fegurð hennar, ættgöfgi og yfirburðir gátu auðveldlega opnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.