Morgunn - 01.06.1956, Blaðsíða 69
MORGUNN
63
myndina ég á að velja. Ég skynja ævinlega þessa rödd. Ég
finn líka ákaflega sterkt bæði þjáningar og önnur sjúk-
dómseinkenni, sem standa í sambandi við hlutina, sem ég
er að vinna með“.
Eftir fyrstu samfundi mína við Lotte Plaat hittumst
við oft og urðum mjög miklar vinkonur. En eftir styrjöld-
ina hefi ég hvorki heyrt frá henni né frétt nokkuð um
hana. Hún giftist þýzkum aðalsmanni og fór með honum
til heimkynna hans í Þýzkalandi.
Þýtt úr Spir. Tidende.
★
Frú Sigrid Kielland,
kunn, norsk bla'Sakona, ritar nýlega:
,,A]lt frá árinu 1922 hefi ég tekið þátt í fjölmörgum miðilsfund-
Ut» í mörgum löndum. Stundum verður árangurinn góður, stund-
uin lítill. Árið 1933 hafði hópur kunnra vísindamanna bundizt sam-
tökum um að halda allmarga tilraunafundi með frægasta miðli
þeirra tíma, Austurríkismanninum W. Schneider. 16 fyrstu fund-
trnir gáfu engan árangur og menn fóru að tala saman um að hætta.
Þá fór eitthvað að gerast, og fimm síðustu fundimir voru glæsi-
legir.
Samt gáfu þeir fundir ekki glæsilegri árangur en fundir, sem ég
hefi setið með danska miðlinum Kiner Nielsen. 18., 19. og 20. febrú-
ar í vetur sat ég enn fundi hjá honum í heimili hans í Kaupmanna-
höfn.
Líkamaða veran „Rita“ leiddi mig inn í byrgið, sem miðillinn
sat í. Þar sá ég miðilinn sitja sofandi í stólnum og auk þess þrjár
háar, líkamaðar andaverur. Ein veran nefndi sig „Abdullah", tók i
hönd mína og leiddi mig til miðilsins. Handtak beggja, „Ritu“ og
„Abdullah", var dúnmjúkt. Ég held, að nú á dögum séu ekki margir
miðlar í heiminum, sem jafnast á við Einer Nielsen um líkamleg
fyrirbæri".
Norska blaðakonan, Sigrid Kielland, sat ásamt öðrum miðilsfund
hjá Hafsteini Björnssyni í Svíþjóð sumarið 1948, og skrifaði síðan
mjög lofsamlega um þann fund. Frú Kielland hefir ágæta þekkingu
a sálarrannsóknunum, bæði af tilraunum mcð marga miðla og eins
af miklum bóklestri.