Morgunn - 01.06.1956, Blaðsíða 52
46
MORGUNN
hinzta stríðið, og kannski hafa engar sögur af dauða hans
farið fyrr en einhverjir hafa fundið hræ hans, sundur-
grafið af fúasárum holdsveikinnar og hálfrotnað.
Hér var maður, sem einmana dó. En hvað segir Jesús
um það?
Hann segir söguna af örlögum þessa manns út yfir gröf
og dauða. Og frá andláti þessa umkomulausa einstæðings
segir hann: „Og svo bar við, að fátæki maðurinn dó, og
hann var borinn af englum í faöm Abrahams“.
„Borinn af englum“, — ekki einmana, ekki öllum vin-
um horfinn, þótt örlög hans á jörðunni yrðu svo hörð, að
þar var hann sviptur samvistum við ættingja og vini vegna
sjúkdómsins, sem hann bar. Nei, ekki einmana. Englar
Guðs komu til hans, og þegar sál hans var orðin laus úr
fjötrum hins líkþráa holds, tóku þeir hana á milda líknar-
arma og báru hana inn í æðri fögnuð.
Af þessum manni segir ekkert á banabeði. Sennilega
hefir enginn verið viðstaddur þar af mönnum til að segja
þá sögu. Þess vegna vitum vér ekki, þótt vel megi vera
svo' hvort hann hefir verið farinn að skynja nálægð engl-
anna við banabeðinn áður en hann dó, eins og fólkið gerði,
sem ég var að segja sögur af. En hann var „borinn af
englum“ burt.
Hvar dó fátæki maðurinn? Það vitum vér ekki. E. t. v.
einhvers staðar í dimmum klettaskúta, e. t. v. einhvers
staðar undir berum himni. Það skiptir ekki máli. Þjónusta
englanna er veitt, hvar sem maðurinn hlýtur banablund-
inn, hvort heldur er í dánarherberginu, þar sem ástvinir
veita þjónustu, í afskekktum klettaskúta, á fjöllum uppi
eða fram við sæ, í orustugný vígvallanna, í öldum hafsins,
um staðinn eða jarðneskar aðstæður skiptir ekki máli, alls
staðar er þjónusta englanna veitt, alls staðar eru þeir að
verki, sem Guð fól að bera líkþráa manninn inn í ójarð-
neska heimkynnið, sem beið hans.
Fáir hafa skilið þetta betur en síra Matthías, eða fáum