Morgunn - 01.06.1956, Blaðsíða 86
80
MORGUNN
í Lundúnum og fékk þá ósk sina uppfyllta, að fá aðgang
að fundinum. Áður en hún fór á fundinn baðst hún fyrir
og bað þess, að systir hennar, sem látin er fyrir sex vik-
um, gæti gefið sig til kynna á fundinum.
Nokkuru eftir að fundurinn hófst sagði miðillinn: ,,Ég
sé hér unga konu, sem alveg nýlega er komin yfir landa-
mærin. Hún þráir að gefa sig til kynna við einhvern, sem
er hér inni. Hún er á að gizka 20-30 ára gömul“. Þá sneri
hún sér að frú Toyson og spurði: „Þekkið þér nokkurn, sem
alveg nýlega er látinn?“
„Systir mín er nýlátin", svaraði frú Toyson.
„Hversu gömul var hún?“
„Þrjátíu og eins árs“.
„Nafn hennar er Joan“, hélt miðillinn áfram. „Hún
hefir skilið eftir tvö börn á jörðunni. Hún segist hafa
fengið skilaboðin frá þér. Þú hafir sent henni orðsendingu
um að hitta þig hérna“.
Þetta var alveg rétt. Frú Roberts fór nú að tala um, að
frú Toyson hefði eitthvað í handtöskunni sinni, sem systir
hennar hefði átt. „Hún er að reyna að opna handtöskuna
þína. Þar er eitthvað, sem systir þín hefir sjálf borið“. Nú
lagði miðillinn höndina á brjóst sér og sagði: „Það er
brjóstnál, og meira að segja tvær brjóstnálar. Hún segir
mér, að eitthvað sé að prjóninum í annarri brjóstnálinni“.
Fundargesturinn, frú Toyson, upplýsti, að systir henn-
ar hefði skilið eftir tvö börn á jörðunni, og hún sagði:
„Þetta er hárrétt með brjóstnælurnar. Þær eru í tösk-
unni minni. Meðan Joan systir mín var enn á lífi hjá okk-
ur, týndi hún prjóninum úr annarri nælunni. Til bráða-
birgða festi hún annan prjón í næluna og festi hann með
baðmullarþræði“.
Þetta atvik sýnir greinilega miðilsgáfu frú Roberts, en
menn greinir á um, hvernig eigi að skýra það. Þessi vitn-
eskja var öll til í huga fundargestsins.
Úr Ps. News.