Morgunn


Morgunn - 01.06.1956, Blaðsíða 35

Morgunn - 01.06.1956, Blaðsíða 35
MORGUNN 29 Eftir langan málarekstur féll dómurinn Teresu í vil. Með frábærri ráðsnilld tókst henni að losa klaustur sitt undan yfirráðum Encarnacionklausturs og fá það sett beint undir yfirráð biskups nokkurs, sem henni var hlið- hollur, og konungsins sjálfs. Teresa var leyst úr gæzluvarðhaldinu og gekk fagnandi, berfætt heim í klaustrið sitt. Nú lagði hún niður ættar- nafn sitt og nefndist upp frá þessu Teresa di Jesus. Næstu árin urðu hin friðsælustu í lífi Teresu. Systurnar lifðu heilögu, kyrrlátu lífi, og Teresa reit nú eina fræg- ustu bók sína: Vegurinn til fullkomnunarinnar. Auk þess reit hún nú endurminningar sínar í annað sinn. Bækur þessar skipa henni framarlega í röð rómversk-kaþólskra rithöfunda. En þessum friðsælu árum lauk. Teresa fann það köllun sína að stofna fleiri lokuð klaustur, og sendifulltrúi páfa á Spáni, sem hafði miklar mætur á henni, studdi hana með ýmsum sérréttindum. Nú hófst samfelld barátta, sem lauk ekki fyrr en hún dó. Bærinn Medina del Campo var nú fyrsti staðurinn, sem Teresa fékk auga á til klausturstofnunar. Vinum henn- ar var í fersku minni stormurinn, sem um hana hafði stað- ið, þegar hún stofnaði klaustrið sitt í Avila, og lögðu þeir fast að henni, að fórna nú ekki klausturkyrrðinni og næði því, sem hún hafði nú til ritstarfa, fyrir nýja baráttu, nýja þyrnibraut. Þeir leiddu henni fyrir sjónir erfiðleik- ana, sem hún ætti í vændum, peningaskort og annað, sem myndi verða henni ofjarl. Hún hlustaði á röksemdir vina sinna og svaraði hugsandi og róleg: „Hungrið getur ekki neytt okkur til að gefast upp, það kann að verða okkur að bana, en það sigrar okkur ekki“. í Medina del Campo reis mikil óvildaralda, þegar sú fregn barst þangað, að vitrananunnan frá Avila ætlaði sér að stofna þar eignalaust, lokað klaustur. En Teresa var vön að bjóða hættunni byrginn. Sjálf hélt hún nú rak- leiðis til Medina del Campo með tveim nunnum og einum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.