Morgunn - 01.06.1956, Side 35
MORGUNN
29
Eftir langan málarekstur féll dómurinn Teresu í vil.
Með frábærri ráðsnilld tókst henni að losa klaustur sitt
undan yfirráðum Encarnacionklausturs og fá það sett
beint undir yfirráð biskups nokkurs, sem henni var hlið-
hollur, og konungsins sjálfs.
Teresa var leyst úr gæzluvarðhaldinu og gekk fagnandi,
berfætt heim í klaustrið sitt. Nú lagði hún niður ættar-
nafn sitt og nefndist upp frá þessu Teresa di Jesus.
Næstu árin urðu hin friðsælustu í lífi Teresu. Systurnar
lifðu heilögu, kyrrlátu lífi, og Teresa reit nú eina fræg-
ustu bók sína: Vegurinn til fullkomnunarinnar. Auk þess
reit hún nú endurminningar sínar í annað sinn. Bækur
þessar skipa henni framarlega í röð rómversk-kaþólskra
rithöfunda.
En þessum friðsælu árum lauk. Teresa fann það köllun
sína að stofna fleiri lokuð klaustur, og sendifulltrúi páfa
á Spáni, sem hafði miklar mætur á henni, studdi hana
með ýmsum sérréttindum. Nú hófst samfelld barátta, sem
lauk ekki fyrr en hún dó.
Bærinn Medina del Campo var nú fyrsti staðurinn,
sem Teresa fékk auga á til klausturstofnunar. Vinum henn-
ar var í fersku minni stormurinn, sem um hana hafði stað-
ið, þegar hún stofnaði klaustrið sitt í Avila, og lögðu þeir
fast að henni, að fórna nú ekki klausturkyrrðinni og næði
því, sem hún hafði nú til ritstarfa, fyrir nýja baráttu,
nýja þyrnibraut. Þeir leiddu henni fyrir sjónir erfiðleik-
ana, sem hún ætti í vændum, peningaskort og annað, sem
myndi verða henni ofjarl. Hún hlustaði á röksemdir vina
sinna og svaraði hugsandi og róleg: „Hungrið getur ekki
neytt okkur til að gefast upp, það kann að verða okkur að
bana, en það sigrar okkur ekki“.
í Medina del Campo reis mikil óvildaralda, þegar sú
fregn barst þangað, að vitrananunnan frá Avila ætlaði
sér að stofna þar eignalaust, lokað klaustur. En Teresa
var vön að bjóða hættunni byrginn. Sjálf hélt hún nú rak-
leiðis til Medina del Campo með tveim nunnum og einum