Morgunn


Morgunn - 01.06.1956, Side 52

Morgunn - 01.06.1956, Side 52
46 MORGUNN hinzta stríðið, og kannski hafa engar sögur af dauða hans farið fyrr en einhverjir hafa fundið hræ hans, sundur- grafið af fúasárum holdsveikinnar og hálfrotnað. Hér var maður, sem einmana dó. En hvað segir Jesús um það? Hann segir söguna af örlögum þessa manns út yfir gröf og dauða. Og frá andláti þessa umkomulausa einstæðings segir hann: „Og svo bar við, að fátæki maðurinn dó, og hann var borinn af englum í faöm Abrahams“. „Borinn af englum“, — ekki einmana, ekki öllum vin- um horfinn, þótt örlög hans á jörðunni yrðu svo hörð, að þar var hann sviptur samvistum við ættingja og vini vegna sjúkdómsins, sem hann bar. Nei, ekki einmana. Englar Guðs komu til hans, og þegar sál hans var orðin laus úr fjötrum hins líkþráa holds, tóku þeir hana á milda líknar- arma og báru hana inn í æðri fögnuð. Af þessum manni segir ekkert á banabeði. Sennilega hefir enginn verið viðstaddur þar af mönnum til að segja þá sögu. Þess vegna vitum vér ekki, þótt vel megi vera svo' hvort hann hefir verið farinn að skynja nálægð engl- anna við banabeðinn áður en hann dó, eins og fólkið gerði, sem ég var að segja sögur af. En hann var „borinn af englum“ burt. Hvar dó fátæki maðurinn? Það vitum vér ekki. E. t. v. einhvers staðar í dimmum klettaskúta, e. t. v. einhvers staðar undir berum himni. Það skiptir ekki máli. Þjónusta englanna er veitt, hvar sem maðurinn hlýtur banablund- inn, hvort heldur er í dánarherberginu, þar sem ástvinir veita þjónustu, í afskekktum klettaskúta, á fjöllum uppi eða fram við sæ, í orustugný vígvallanna, í öldum hafsins, um staðinn eða jarðneskar aðstæður skiptir ekki máli, alls staðar er þjónusta englanna veitt, alls staðar eru þeir að verki, sem Guð fól að bera líkþráa manninn inn í ójarð- neska heimkynnið, sem beið hans. Fáir hafa skilið þetta betur en síra Matthías, eða fáum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.