Morgunn - 01.06.1956, Qupperneq 28
22
MORGUNN
kostum. Smám saman komst hún í jafnvægi, trúarlíf henn-
ar dýpkaði, klausturfriðurinn heillaði hana, og í bænaiðk-
unum sínum tók hún að fá dulskynjanir. Klaustursystrun-
um gat ekki dulizt, að hér var óvenjuleg ung stúlka komin.
Nú var að því komið, að hún ætti aftur að snúa heim til
föður síns, en þá lagðist hún hættulega veik. Læknarnir
þekktu ekki sjúkdóminn, en meðfædd hreysti hennar og
viljastyrkur sigraði sjúkdóminn að lokum. Hún kvaddi
klaustrið, en burtför hennar hörmuðu systurnar svo, að
þær grétu. Svo sárt fannst þeim að sjá henni á bak.
Eftir klausturdvölina kom Teresa að æskuheimilinu
sínu gjörbreyttu. Systkin hennar voru flest farin að
heiman. Hláturinn var hljóðnaður og gleðin virtist horf-
in. Hún hlakkaði til að hitta æskuvinina sína aftur, en
jafnframt hálfkveið hún fyrir því. Hún vissi, að með þeim
gæti hún ekki lifað því lífi, sem hún hafði fengið forsmekk
af í klaustrinu og átti nú hug hennar hálfan. Þar var
klausturlífið farið að togast á við hið glaða líf, sem hana
langaði þó einnig til að lifa.
Eftir stutta dvöl í æskuheimilinu lagði hún af stað í
heimsókn til Maríu systur sinnar, hinnar nýgiftu. En á
leiðinni kom hún við hjá frænda sínum, sem lifði sem ein-
setumaður í óbyggðum. Hún dvaldist hjá honum um hríð
og fór að hugsa um framtíð sína. Með sjálfri sér háði hún
baráttu. Hún var einráðin í því að giftast ekki, en hins
vegar þóttist hún vita, að menntaþorsta sínum fengi hún
ekki að svala, eins og hugur hennar stóð til, því að nú
þegar hún var talin því nær of lærð af konu að vera á
þeirri tíð.
Nótt eftir nótt lá hún andvaka og reyndi að taka ákvörð-
un. Klausturhugsjónin kom og sveif fyrir henni í mörg-
um myndum. Þegar hún sá fyrir sér þrönga klausturklef-
ann og fann hinn grófgerða nunnukufl eins og leggjast
utan að ungum og viðkvæmum líkama sínum, hörfaði hún
undan, æska hennar gerði uppreisn, hún sá, að fegurð
hennar, ættgöfgi og yfirburðir gátu auðveldlega opnað