Morgunn


Morgunn - 01.06.1976, Page 32

Morgunn - 01.06.1976, Page 32
30 MORGUNN Slíkar áminningar komu iSulega fram í sambandi við mót- læti sem virtist eiga rætur sínar að rekja til misgerða í fyrra lífi. Þær voru fluttar af slíkum alvöruþunga og ævinlega svo vel viðeigandi, að þeim fylgdi mikill sannfæringarkraftur. Hér fór saman hugmyndin um endurholdgun og alkristin lífsstefna. Slikt hefur í sjálfu sér vitanlega ekkert vísindalegt gildi og væri trúlausum manni einskis virði. En Cayce varð það þyngst á metunum í efasemdum hans. Eftir að spenningur upphafsins hafði rénað nokkuð, tóku þau að gera fyrirspumir um eðli upplýsinganna sjálfra. Meðal annars vakti það forvitni þeirra, hve oft var minnst á tiltekin svið sögunnar í dálestrunum. Margt fólk virtist hafa mjög svipaða forsögu eða verið uppi á svipuðum tima. Það var engu líkara en þetta félli í ákveðin mynstur. Algeng var þessi röð: Atlantis, Egyptaland, Róm, Krossferðatímabilið og fyrri hluti nýlendutímans. önnur var þessi: Atlantis, Egyptaland, Róm, Frakkland á tímum Lúðvíks XIV., XV. eða XVI og ameríska borgarastyrjöldin. Á þessu voru þó vitanlega ýmsar tilbreyt- ingar, þar sem komu við sögu Kína, Indland, Kambódía, Perú, Norðurlönd, Afríka, Mið-Ameríka, Sikiley, Spánn, Japan og önnur lönd og staðir. En meiri hluti dálestranna fóru eftir sömu sögulegu línum. Cayce kvað ástæðuna til þess vera þá, að sálir á ákveðnu svæði endurfæddur síðar saman. Á öldunum sem á meðan liðu, endurfæddust aðrir hópar sálna, og þannig gerðist þetta í röð, ef svo mætti að orði komast. Af þessu leiðir, að flestar þær sálir sem nú eru á jörðinni, voru einnig saman á fyrri öldum sögunnar. Sálir sem eru tengdar böndum ættar, vin- áttu eða sameiginlegra áhugamála, hafa því að líkindum einn- ig verið skyldar og tengdar slikum böndum á fyrri öldum sögunnar. Enda kom það í ljós, að flest það fólk, sem leitaði eftir dálestrum hjá Cayce, var einmitt tengt með þessum hætti á einn eða annan veg. önnur fyrirspurn var þessi: Hvaðan koma þessar upplýs- ingar? Svarið var að um væri að ræða tvenns konar uppsprett- ur, sem hugur Cayces i dásvefni gæti ausið af.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.