Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.11.2010, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 11.11.2010, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 EFNAHAGSMÁL Mikilvægt er að niðurstöður sérfræðingahóps sem kortlagt hefur skulda- vanda heimilanna verði grunnur að samráði sem leiði til þess að varanleg lausn finnist á vandanum segir Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra. Sérfræðingahópurinn telur að um 10.700 heimili séu í skuldavanda vegna fasteigna- lána. Hópurinn reiknaði út áhrifin af ýmsum leiðum til að leysa úr vandanum. „Þetta eru mjög athyglisverðar niðurstöð- ur sem þarna koma fram, nú er verkefnið að vinna úr þessum niðurstöðum,“ segir Jóhanna. „Það er ekkert út af borðinu,“ segir Jóhanna. Haldinn verður samráðsfundur með fulltrúum fjármálastofnana og öðrum hags- munaaðilum í dag til að ræða niðurstöður sér- fræðingahópsins. Hún segir ljóst að stór hópur fólks sé í skuldavanda, og sumir í svo miklum að vart verði hægt að grípa til aðgerða til að sá hluti haldi heimilum sínum. Sá hluti gæti verið á bilinu þrjú þúsund til fimm þúsund manns, segir Jóhanna. Koma verði til móts við þennan hóp með félagslega kerfinu og kaup- leigukerfi svo fólk þurfi ekki að flytja af heimilum sínum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með niðurstöðu sérfræðinganna. Hann bendir á að niðurstaðan taki til dæmis ekki tillit til þess kostnaðar sem óhjá- kvæmilega verði til, verði ekkert að gert til að koma til móts við heimili í skuldavanda. Svo virðist sem reiknað sé með því að allar skuld- ir muni innheimtast að fullu, sem sé fjarri því að vera veruleikinn. Sigmundur Davíð segist þeirrar skoðunar að almenn niðurfærsla sé enn heppilegasta leiðin til að koma til móts við fólk í skulda- vanda, en til viðbótar þurfi sértækar aðgerðir fyrir þá sem dugar ekki niðurfærslan. Einn þeirra sem sæti átti í sérfræðinga- hópnum, Marinó G. Njálsson, stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna, ætlar að senda frá sér sérálit þar sem meðal annars verða birtar upplýsingar sem ekki koma fram í skýrslu sérfræðingahópsins. Marinó segir að skoða verði hvað aðgerð- irnar nái til margra heimila, ekki bara hversu mörgum af þeim sem séu í brýnasta vandan- um þær hjálpi. Hann segir þau neysluviðmið sem útreikningarnir miði við of lág, vandinn sé því víðtækari en skýrslan gefi til kynna. „Ef eitthvað er hefur niðurstaðan styrkt mig í þeirri skoðun minni að flöt niðurfærsla sé besta leiðin,“ segir Marinó. Hann segir að skoða verði heildaráhrifin af slíkri aðgerð, ekki eingöngu áhrifin á þá sem séu í verstri stöðu. - bj / sjá síðu 4 Fimmtudagur skoðun 22 fyrirtækjagjafirFIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2010 KYNN ING 11. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR 1 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Tískumerkið Marc by Marc Jacobs heldur upp á tíu ára afmæli um þessar mundir. Marc er „systurmerki“ Marc Jac-obs-merkisins, og höfðar til yngra fólks með lægra verði. Í tilefni af afmælinu verða valdar bestu flíkurnar í gegnum árin og endurframleiddar. F Á K A F E N I 9 - - S í m i : 5 5 3 7 0 6 0O p i ð m á n u d - f ö s t u d . 1 1 - 1 8 & l a u g a r d . 1 1 - 1 6 Skór & töskur í miklu úrvali www.gabor.is Sérverslun með Tíu mínútur til að hafa sig til gæti mörgum þótt knappur tími. Sumir vinna þó betur undir pressu. Á meðan 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Fyrirtækjagjafir Ef eitthvað er hefur niðurstaðan styrkt mig í þeirri skoðun minni að flöt niðurfærsla sé besta leiðin. MARINÓ G. NJÁLSSON HAGSMUNASAMTÖKUM HEIMILANNA veðrið í dag 11. nóvember 2010 265. tölublað 10. árgangur Menntaskólinn á Akureyri 80 ára Skemmtidagskrá í Kvosinni. tímamót 30 Kynngimögnuð „… af þeim skáldsögum sem þessi penni hefur lesið á þessu hausti er Mörg eru ljónsins eyru sú merkilegasta vegna stílgáfu, næmni og skáldlegra tilþrifa.“ PBB / FT MEÐGÖNGUYOGA að hefjast 15. og 16. nóvember Verð aðeins 10.000 kr Skráðu þig núna á yoga@yogashala.is Nánari upplýsingar á www.yogashala.is reykjavík Yoga shala Engjateig 5, 2. hæð, sími 553 0203 www.yogashala.is Mr. Gay Europe sleginn af Vilhjálmur Þór fékk óvæntar sárabætur. fólk 62 STORMUR SA-LANDS Í dag verð- ur víða strekkingur eða allhvasst en stormur SA-lands fram á kvöld. Él N- og A-lands en bjartviðri SV-til. Frost 0-7 stig. 0 -3 -2 -5 -2 VEÐUR 4 VIÐSKIPTI Um fimmtán þúsund fyrir- tæki hafa ekki skilað ársreikningi vegna ársins 2009 og sex þúsund til viðbótar hafa trassað að skila ársreikningi vegna ársins 2008. Fyrirtækjunum verður á næstunni sent bréf þar sem sektir eru boð- aðar skili þau ekki ársreikningum innan 30 daga. „Við höfum verið að vinna í því að bæta skil á ársreikningum,“ segir Skúli Jónsson, forstöðumað- ur fyrirtækjaskrár. Talsverður misbrestur hefur verið á skilum ársreikninga til skrárinnar undan- farin ár, en aðeins hefur verið gripið til sekta í afar takmörkuð- um mæli. Fyrirtækjaskrá getur sektað fyrirtæki um allt að 250 þúsund krónur skili þau ekki ársreikning- um. Skili fyrirtæki ekki ársreikn- ingum tvö ár í röð hækkar sektin í 500 þúsund krónur. Skil á ársreikningum eru mikil- væg svo hægt sé að meta stöðu fyrirtækja, segir Tómas Már Sig- urðsson, formaður Viðskiptaráðs. Hann segir ráðið leggja mikla áherslu á ársreikningaskil. - bj Um 15 þúsund fyrirtæki hafa enn ekki skilað ársreikningum vegna síðasta árs: Hótað 250.000 króna sektum VIÐSKIPTI Færa á Smáralind og Egilshöll saman inn í Fasteigna- félag Íslands og skrá félagið í Kauphöllina að ári. Ekki er úti- lokað að fleiri eignir fari inn í félagið, svo sem húsnæði World Class í Laugum í Reykjavík. Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins ehf., dótturfélags Landsbankans, segir vinnu komna á fullt skrið, búið sé að ráða framkvæmda- stjóra og fjármálastjóra til Fast- eignafélagsins. Þrjátíu fyrirtæki hafa skoðað möguleikana sem felast í skrán- ingu á hlutabréfamarkað, sam- kvæmt upplýsingum úr Kauphöll- inni. - jab / sjá síðu 16 Þrjátíu vilja í Kauphöllina: Stefna á skrán- ingu Egilshallar HELGI S. GUNNARSSON STERKIR Á SVELLINU Tveir búddamunkar nutu veðurblíðunnar í Reykjavík í gær. Tjörnin er ísilögð og notuðu þeir tækifærið og gengu yfir hana þvera á leið sinni niður í miðbæ. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Segir ekkert út af borðinu Forsætisráðherra segir niðurstöður sérfræðinga um skuldavanda leggja grunn að endanlegri lausn. Niður- stöðurnar takmarkandi og villandi segir formaður Framsóknarflokksins. Samráðsfundur fer fram í dag. Hamarskonur á toppinn Hamarskonur unnu Keflavík í uppgjöri taplausu liðanna í kvennakörfunni. sport 56
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.