Fréttablaðið - 11.11.2010, Page 8

Fréttablaðið - 11.11.2010, Page 8
 11. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR TILBOÐ MÁNAÐARINS HJARTAMAGNÝL 689 KR. Hollráð gegn innbrotum oryggi.is Hringdu í 570 2400 og fáðu ókeypis öryggisráðgjöf heim! Setjið öryggiskerfi ávallt á vörð Jafnvel þó heimilið sé einungis yfirgefið í skamma stund. Setjið öryggiskerfi á „næturstillingu“ þegar fjölskyldan fer að sofa. Fleiri hollráð gegn innbrotum er að finna á oryggi.is PI PA R\ PI PA W A WBWTB W • SÍ A •• 13 4 0 91 3 4 9 119 Farðu inn á www.oddi.is og búðu til persónulega gjöf. Vegleg innbundin myndabók með þínum myndum. Hannaðu þína eigin myndabók á oddi.is VERÐ FRÁ 6.990 KR. EINTAKIÐ FRAMKVÆMDIR Meðal framkvæmda sem ráðist verður í, þegar og ef semst um fjármögnun milli rík- isins og lífeyrissjóðanna, er að ljúka tvöföldun Reykjanesbraut- arinnar. Í því felst jafnframt að flytja veg- stæði hennar fjær álverinu í Straumsvík. A ð s ö g n Hreins Har- aldssonar vega- málastjóra er í skipulagi Hafn- arfjarðarbæjar gert ráð fyrir flutningi braut- arinnar. Byggist það á fyrirheit- um bæjarins til álversins um lóð handan núverandi Reykjanes- brautar þegar stækkun þess var áformuð. Eins og fram kom í Fréttablað- inu í gær hafa viðræður ríkisins og lífeyrissjóðanna um fjármögn- un gengið vel og binda forvígis- menn aðila vonir við að samning- ar kunni að vera á næsta leiti. Kristján Möller, sem stýrir við- ræðunum af hálfu ríkisins, segir ákaflega brýnt að koma fram- kvæmdum sem fyrst af stað. Fjöldi starfa og öryggi sé undir. „Það er algjört frost á markaðn- um og því mikilvægt að geta byrj- að sem fyrst. En þetta er ekki bara atvinnumál heldur líka mesta átak í umferðaröryggismálum sem ráð- ist hefur verið í og því afar þjóð- hagslega hagkvæmt.“ Framkvæmdirnar á suðvestur- horninu verða á vegum sérstaks hlutafélags í eigu ríkisins sem einnig annast rekstur og viðhald veganna. Frumvarp um heimild til að stofna slíkt félag varð að lögum í sumar. Innheimt verða veggjöld til að standa straum af kostnaði við framkvæmdir. Annað félag verður stofnað um Vaðlaheiðargöngin. Verður það í eigu Vegagerðarinnar og sveitar- félaga nyrðra. Samkvæmt Kristj- áni Möller hafa sveitarfélög heitið hlutafjárframlögum upp á um 200 milljónir króna. Í undirbúningsvinnu vegna framkvæmdarinnar hefur verið notast við gögn Greiðrar leiðar, félags í eigu sveitarfélaga og KEA sem stofnað var fyrir nokkrum árum til að vinna að framgangi Vaðlaheiðarganga. Rukkað verð- ur fyrir umferð um göngin. bjorn@frettabladid.is Reykjanes- brautin flutt fjær álverinu Áformaðar vegaframkvæmdir eru mesta átak í um- ferðaröryggismálum sem ráðist hefur verið í. Fram- kvæmdirnar verða á vegum sérstakra hlutafélaga. Ráðherra segir brýnt að fara sem fyrst af stað. KRISTJÁN MÖLLER REYKJANESBRAUTIN Áformað er að lokið verði við tvöföldun og færslu Reykjanes- brautarinnar 2015. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Framkvæmdirnar FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MÁ BJÓÐA YKKUR MEIRI VÍSI? Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku. ■ Ljúka á tvöföldun Reykjanesbrautarinn- ar. Í því felst jafnframt að flytja vegstæði hennar fjær álverinu í Straumsvík. Reiknað er með að kostnaður við fram- kvæmdina nemi sex milljörðum króna. Áætlað er að verkið taki fjögur ár. ■ Á Suðurlandsvegi eru áætlaðar umfangsmiklar framkvæmdir. Tvöfalda á veginn í þremur áföngum og byggja nýja brú yfir Ölfusá. Samtals er áætlað að framkvæmdir á Suðurlandsvegi kosti á sextánda milljarð. Fimm ár tekur að ljúka öllum köflum. ■ Á Vesturlandsvegi er ætlunin að hafa 2+1 veg upp að Hvalfjarðargöngum. Lagning hans, auk mislægra gatnamóta á leiðinni, kostar á þriðja milljarð. Verkið er talið taka tvö ár. ■ Þá er gert ráð fyrir að grafin verði göng um Vaðlaheiði. Kostnaðarmat þeirrar framkvæmdar er á níunda milljarð. Framkvæmdatími er talinn verða þrjú ár. 80 70 60 50 40 30 FJÖLMIÐLAR Fréttablaðið heldur yfirburðastöðu sinni á íslensk- um dagblaðamarkaði samkvæmt nýrri lestrarkönnun Capacent. Hvern dag má gera ráð fyrir að um tvöfalt fleiri lesi Fréttablaðið að meðaltali en Morgunblaðið. Meðallestur á hvert tölublað Fréttablaðsins mælist nú 60,9 prósent. Það er örlítið minni lest- ur en mældist í síðustu könnun, en þá lásu 61,4 prósent Íslendinga blaðið. Lestur Morgunblaðsins minnk- ar einnig milli kannana, lækkar úr 32,1 prósenti í 31,5 prósent. Athygli vekur að lestur Morg- unblaðsins hefur aldrei mælst minni. Lestur annarra blaða er ekki kannaður af Capacent Munurinn á lestri dagblaðanna er mestur í hópi lesenda á aldr- inum 18 til 49 ára. Meðallestur á hvert tölublað í þeim hópi mælist 60,4 prósent hjá Fréttablaðinu, en 23,4 prósent hjá Morgunblaðinu. Könnun Capacent var gerð í síma og nær yfir tímabilið 4. ágúst til 31. október. Niðurstöð- urnar eru byggðar á svörum 2.408 manns á aldrinum 12 til 80 ára. - mþl Aldrei minni lestur á Morgunblaðinu: Forskot Fréttablaðsins eykst Prósent Meðallestur hvers tölublaðs undanfarið ár ág ú. til ok t. 20 09 nó v. 20 09 til jan . 2 01 0 feb . ti l a pr. 20 10 ág ú. til ok t. 20 09 m aí til júl . 20 10

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.