Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.11.2010, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 11.11.2010, Qupperneq 10
10 11. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR Dalshrauni 13 og Grensásvegi 48, sími 578-9700 MAGNKASSAR: Nautahakk 3 kg Hamborgarar 80 gr 10 stk Hamborgarar 115 gr 10 stk Ítalskar hakkbollur 2 x 1 kg Sænskar hakkbollur 1 kg Nauta gúllas 1 kg VERÐ 13.480 Lamba Helgarsteik úr læri Beint frá bónda í Öxnadal. Lamba Helgarsteikinni fylgir villi sveppasósan okkar frítt með Helgardesertinn Ekta frönsk súkkulaðimousse Gjafakort Kjötkompaní Tilvalin lausn fyrir fyrirtæki og einstaklinga Nautahakkið og Hamborgararnir okkar eru úr 100% hreinu nautakjöti (FRYSTIVARA) (5X600 gr) Nýtt! Erum farnir að taka pantanir fyrir jólin FJÖLMIÐLAR „Mér finnst það for- kastanlegt að fréttamanni Rík- isútvarpsins sé sagt upp störfum vegna þess að hann skrifar sam- talsbók við fyrrverandi stjórn- málamann. Mér finnst það algjör- lega út í hött.“ Svo mælti Össur Skarphéðins- son utanríkisráðherra á Alþingi í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hóf umræðu um uppsögn Þórhalls Jósepssonar fréttamanns og lýsti furðu sinni á ákvörðuninni. Þór- halli var vikið úr starfi eftir að í ljós kom að hann hafði skrifað bók um Árna M. Mathiesen, fyrrver- andi fjármálaráðherra. Fréttastjórinn Óðinn Jónsson sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í gær. Hann kveðst aldrei hafa gefið samþykki fyrir því að Þórhallur ritaði bók um fyrrver- andi ráðherra. Þórhallur hefði ámálgað það við hann, en hann ekki getað tekið afstöðu til þess þar eð Þórhallur vildi ekki upplýsa um hvaða fyrrverandi ráðherra væri að ræða. Síðan hafi hann ekkert frétt af málinu fyrr en um dag- inn, þegar bókin var nærri tilbúin. Vegna þess trúnaðarbrests hefði hann þurft að segja Þórhalli upp. Í yfirlýsingu Óðins kemur fram að á því tímabili sem Þórhallur hafi verið að skrifa ævisöguna hafi Árni margoft verið til umfjöllunar og umræðu í fréttum og þáttum á vegum RÚV, eins og annarra fjöl- miðla. Það gefi augaleið að starf- andi fréttamað- ur geti ekki átt í leynilegu trúnað- ar- og starfssam- bandi við fyrrver- andi ráðherra við þær aðstæður. „Með þessari framgöngu fréttamannsins var vegið að trúverðugleika Frétta- stofu RÚV og því trausti sem þarf að ríkja á ritstjórn þessa mikil- væga fjölmiðils í almannaeigu,“ segir í yfirlýsingu Óðins. „Starfsmenn ríkisins hljóta eins og allir aðrir íslenskir þegnar að hafa rétt á því að tjá sínar eigin skoðanir í gegnum bók með þess- um hætti,“ sagði Össur. „Ég held að þetta hljóti að vera handan við það sem rétt er og siðlegt, án þess að ég þori að fullyrða að það sé lög- laust.“ „Auðvitað er þetta ömurlegt mál vegna þess að Þórhallur er vand- aður drengur og góður fréttamað- ur. Það er gríðarleg eftirsjá að honum,“ segir Aðalbjörn Sigurðs- son, formaður Félags fréttamanna, um uppsögnina. Aðalbjörn segir að það hafi komið starfsfólki RÚV mjög á óvart þegar það frétti að Þórhall- ur væri langt kominn með bók- ina, enda telur hann það ekki sam- rýmast störfum fréttamanns að skrifa bók um svo áberandi per- sónu í þjóðlífinu. Þórhallur hefði alltaf átt að fara í leyfi frá frétta- mennskunni á meðan. „Þórhallur segist vera að skoða sína stöðu og mér skilst að það varði frekar formið á uppsögninni heldur en ástæðuna. Við munum náttúrulega standa við bakið á honum ef ekki var rétt að þessu staðið, en við ástæðuna get ég í rauninni ekki gert athugasemd,“ segir Aðalbjörn. stigur@frettabladid.is Ráðherra fokvondur yfir uppsögn fréttamanns RÚV Forkastanlegt og út í hött, segir Össur Skarphéðinsson um uppsögn Þórhalls Jósepssonar. Þórhallur vann sér það til saka að skrifa bók um Árna Mathiesen. Formaður félags fréttamanna gerir ekki athugasemd. ÓÐINN JÓNSSON ÞÓRHALLUR OG DAVÍÐ Hér sést Þórhallur Jósepsson bregða á leik með Davíð Odds- syni á vaxtaákvörðunarfundi Seðlabankans í september 2007. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Láru Hönnu Einarsdóttur, sem flutt hefur reglulega pistla í Morgunút- varpi Rásar 2, hefur verið gert að hætta störfum. Að hennar sögn er ástæðan sú að hún skrifi jafnframt pistla á vefritið Smuguna, sem er að hluta í eigu Vinstri grænna. Hætta sé á að almenningur tengi hana við flokkinn. Lára Hanna rekin 1 Hvar hefur eldra fólki verið bannað að fóðra villiketti? 2 Hvað heitir sendiherra Evrópu- sambandsins á Íslandi? 3 Hvert er stærsta fyrirtæki landsins? SVÖR ÞJÓÐKIRKJAN Biskupsstofa hefur sent öllum frambjóðendum til stjórnlagaþings bréf með fyrir- spurn um afstöðu þeirra til sam- bands ríkis og kirkju. Frambjóðendur eru beðnir um að svara því hvort þeir telji ástæðu til þess að breyta 62. grein stjórnarskrárinnar sem fjallar um samband ríkis og kirkju. Árni Svanur Daníelsson, upplýsingafulltrúi Biskupsstofu, segir könnunina til komna vegna umræðunnar í samfélaginu um samband ríkis og kirkju. Málið sé mikilvægt og skipti kirkjuna máli. Svörin verða svo öll birt á vef þjóðkirkjunnar. 62. greinin hljómar svo: „Hin evangeliska lút- erska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Breyta má þessu með lögum.“ - sv Stjórnlagaþing fær fyrirspurn: Kirkjan vill álit frambjóðenda 1. Við Hrafnistu í Hafnarfirði. 2. Timo Summa. 3. Bakkavör Group. VEISTU SVARIÐ?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.