Fréttablaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 22
22 11. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Flott Viðræðum um sameiningu Háskólans á Bifröst og Háskólans í Reykjavík hefur verið slitið í framhaldi þess að Magnús Árni Magnússon, rektor á Bifröst, upplýsti andstöðu sína við áformin. Lengi vel var hann hlynntur sameiningu en í síðustu viku sagðist hann vera á móti. Sinnaskiptin skýrði hann með því að sameiningarviðræð- urnar hefðu sveigt frá því sem lagt hefði verið upp með. Í bréfi til stúdenta á Bifröst sagði hann að upphaflega hefði verið áformað að „kampusinn á Bifröst yrði vettvangur þverfaglegs samstarfs háskólabrauta með sjálf- stæðar háskólalínur“. Þetta hljómar afskaplega vel en ekki er gott að segja hvað þetta þýðir. Afsakið Á þessum vettvangi í gær var Ögmundur Jónasson sagður þing- maður Suðurkjördæmis. Það er rugl, Ögmundur er þingmaður Suðvestur- kjördæmis. Beðist er velvirðingar á mistökunum, sem stöfuðu af því að gömul kjördæmaskipan sat föst í blaðamanni. Ánægð Tiltölulega sjaldgæft er að alþingismenn lýsi ánægju með árang- ur af störfum sínum. Algengara er að þeir gráti að sjaldan sé hlustað á þá. Siv Friðleifs- dóttir er í fyrrnefnda hópnum. „Árið hefur verið gjöfult og árangursríkt hvað varðar málflutning minn á Alþingi,“ segir hún á heimasíðu sinni. „Á þessu ári hafa fjögur mál mín fengið afgreiðslu á Alþingi eða hjá ráðherra.“ Eru það bann við nektar- dansi, bólusetningar gegn pneumó- kokkum, áætlun um ferðamennsku á miðhálendinu og nú síðast reglur um transfitusýrur. „Finnst mér mjög líklegt að sjaldan eða aldrei hafi þingmaður fengið svo mörg mál samþykkt á svo skömmum tíma á þinginu,“ segir Siv. bjorn@frettabladid.is 1. Ráðumst á garðinn þar sem hann er lægstur. Leikskólinn er tilvalinn. Þar er smæsta fólkið, sem ver sig ekki hjálp- arlaust. Í góðum leikskóla er unnið að því að börn öðlist öryggi og sterka sjálfsmynd og lagður grunnur að gagnrýninni og skapandi hugsun. Markmiðið er að nem- endur séu og verði gerendur í lýðræðissamfélagi. Þetta er auðvitað stórhættulegt. 2. Breytum, breytinganna vegna. Breytingar skapa óvissu og ótta. Þá er ráð að sameina litlar stofnanir og sundra stórum. Tökum geðþóttaákvarð- anir og hlustum ekki á fag- fólk, sem tefur fyrir og sér ekki ótvíræða kosti þess að skemma menntun. Látum vondar ákvarðanir kvisast út. Ekki segja allan sannleikann. Orðrómur sem vekur óvissu þreytir fólk og þegar kemur að því að framkvæma óvinsælar ákvarðanir er minni mótstaða. 3. Sköpum álag. Ef kennarar starfa undir miklu og langvarandi álagi hafa þeir ekki orku til þess að vera málsvar- ar skólastarfs. Virðum ekki kjarasamn- ingsbundinn rétt um undirbúningstíma, vökum yfir því að fag- og starfsmanna- fundir séu ekki haldnir. Svigrúm til samstarfs og samræðu skal forðast þar sem það eykur með- vitund. 4. Fækkum stjórnendum. Leik- skóli er lifandi lærdómssamfélag þar sem haldið er utan um barnið og nánasta umhverfi þess. Hann er fastur punktur fjölskyldunnar og lifandi miðpunktur nærsamfé- lagsins. Leikskólastjórnendur þekkja sitt fólk og halda utan um menn- ingu og hefðir. Börn, foreldr- ar, kennarar og annað starfs- fólk njóta leiðsagnar, forystu, umhyggju og kennslu þeirra. Þeir eru hagsýnir rekstraraðilar og geta gert ótrúlega hluti úr litlu. Þetta skapar öryggi og festu og smitar frá sér út í samfélag- ið. Þetta er náttúrlega ótækt. Fækkum stjórnendum, það sundrar skólasamfélag- inu og er góð leið til að láta almenning sjá að eitthvað sé verið að gera. Góð ráð til að sundra samfélagi Leikskólar Ingibjörg Kristleifsdóttir formaður Félags stjórnenda leikskóla Marta Dögg Sigurðardóttir formaður Félags leikskólakennara Leikskóla- stjórnendur þekkja sitt fólk og halda utan um menningu og hefðir. K önnun á meðal forstöðumanna ríkisstofnana, sem Ríkis- endurskoðun kynnti í gær, sýnir fram á mikla óánægju þeirra með lögin um ríkisstarfsmenn, sem þeim er gert að starfa eftir. Þetta er ekki nýtt og hefur komið fram áður í sambærilegum könnunum en á ríkt erindi í umræðuna nú, þegar skattgreiðendur eiga heimtingu á að farið sé vel með hverja krónu sem þeir leggja til rekstrar ríkisstofnana. Ríkisstarfsmenn njóta marg- víslegra forréttinda umfram launþega á almennum vinnu- markaði. Ríkið tryggir lífeyris- kjör þeirra, burtséð frá afkomu og ávöxtun lífeyrissjóða, þeir eiga betri orlofs- og veikinda- rétt og njóta síðast en ekki sízt ríkrar uppsagnarverndar. Rík- isstarfsmanni er ekki hægt að segja upp nema leggja eigi starf- ið niður, eða þá að viðkomandi hafi fengið formlega áminningu vegna frammistöðu sinnar í starfi. Mikill meirihluti forstöðumanna ríkisstofnana telur að lög og reglur um ríkisstarfsmenn standi í vegi fyrir því að stofnanir nái að starfa innan fjárheimilda. Skilvirkni sé látin víkja fyrir vernd í starfi. Mikill meirihluti er ósammála því að starfsmannalög- in stuðli að skilvirkum ríkisrekstri. Yfirgnæfandi meirihluti er sömuleiðis ósammála því, sem stundum hefur verið haldið fram, að ef sambærilegar reglur giltu í ríkisrekstrinum og á almennum vinnumarkaði, myndi það leiða til uppsagna á grundvelli geðþótta. Enda sýnir reynslan af almennum vinnumarkaði að slíkar upp- sagnir eru fátíðar. Stjórnendur reyna að forðast uppsagnir, en taka ákvarðanir með hag fyrirtækjanna að leiðarljósi. Hátt í 40 prósent forstöðumannanna telja að þeir gætu bætt þjónustu sinnar stofnunar ef þeir segðu hluta starfsmannanna upp og réðu nýja í þeirra stað. Þetta er iðulega gert í einkafyrirtækj- um, en í opinberum stofnunum er það afar flókið í framkvæmd. Ríkisstofnanir sitja með öðrum orðum margar hverjar uppi með starfsfólk sem ekki stendur sig en geta ekki losnað við það. Forstöðumennirnir telja það hindra áminningar og uppsagnir að neikvæð viðhorf ríki í garð slíks innan opinbera geirans. Þannig er í raun ómögulegt að segja upp starfsfólki nema það geri bein- línis alvarleg mistök í starfi. Það mun til dæmis vera afar fátítt að menn fái áminningu eða uppsögn fyrir að vera verklitlir, þótt það blasi við að aðrir gætu afkastað mun meiru í starfinu. Tvískiptingin á vinnumarkaðnum er löngu úrelt fyrirbæri. Einhverjir telja kannski að núverandi stjórnarflokkar séu ekki líklegir til að beita sér fyrir afnámi hennar. Þeir hafa hins vegar að minnsta kosti tvær ástæður til þess. Annars vegar hefur uppsagnarverndin og skriffinnskan í opin- bera geiranum í för með sér sóun á peningum skattgreiðenda, sem svör forstöðumannanna gefa vísbendingu um. Hún gerir það líka að verkum að opinberar stofnanir eru svifaseinar að bregðast við breyttum aðstæðum og eykur þrýsting á að þeim sé komið burt úr hinu þunglamalega lagaumhverfi með hlutafélagavæðingu eða einkavæðingu. Ósveigjanleg lög um opinbera starfsmenn standa í vegi fyrir skilvirkum ríkisrekstri. Úrelt tvískipting Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Viðarhöfða 6 - Reykjavík / Bæjarhrauni 12 - Hafnarfirði www.sindri.is / sími 575 0000 Verslanir PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 01 16 4 DCD945B2 Öflug 12 V borvél m. höggi LED-ljós 13 mm patróna 3ja gíra, 0-450/1200/1800 Átak 44 Nm. 2x2,6 Ah Ni-Mh rafhlöður. 12 V hleðsluborvél m. höggi 59.900 Verð með vsk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.