Fréttablaðið - 11.11.2010, Síða 26

Fréttablaðið - 11.11.2010, Síða 26
26 11. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR Vart er hægt að hugsa sér þyngra áfall í lífinu en þegar einhver sem maður elskar ákveður að stytta sér aldur. Samkvæmt upplýsing- um frá landlæknisembættinu eru sjálfsvíg á Íslandi um 12,8 sjálfs- víg á hverja 100.000 íbúa. Þessi tala sveiflast reyndar mikið milli ára og er hér miðað við nokkurra ára með- altal. Þetta þýðir að þrír til fjórir einstaklingar að meðaltali svipta sig lífi í hverjum mánuði á Íslandi samkvæmt áðurnefndum upplýs- ingum. Það er mun fleira en ferst í umferðarslysum á Íslandi. Þannig lést árið 2008 að meðaltali einn í umferðinni í hverjum mánuði. Það er varlegt að áætla að hvert sjálfsvíg snerti með þungbærum hætti tíu manns. Á hverju ári eru því nokkur hundruð Íslendingar sem þurfa að takast á við þá erfiðu reynslu að einhver þeim nákominn ákvað að enda líf sitt. Þá eru ótald- ir allir þeir sem áður hafa gengið í gegnum slíkt áfall. Meðal þeirra sem sinna sálgæslu vegna sorgar og áfalla hefur verið sagt að skyndi- legt ótímabært andlát geri nánustu ættingja að 50% öryrkjum næstu misserin á eftir. Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð hefur lengi unnið að því að styðja þau sem þurft hafa að takast á við sjálfsvíg ást- vina eða ættingja. Nk. fimmtudags- kvöld 11. nóvember heldur sr. Svav- ar Stefánsson fyrirlestur á vegum Nýrrar dögunar um sjálfsvíg og þá sorgarúrvinnslu sem þarf að fylgja í kjölfarið. Sr. Svavar hefur áratuga reynslu svo og menntun í sálgæslu í kjölfar sjálfsvíga. Fyrirlesturinn hefst kl. 20.30 og er í safnaðarheim- ili Háteigskirkju og er öllum opinn. Þá verður einnig við sama tækifæri skráð í stuðningshóp fyrir aðstand- endur en hann hefst mánudaginn 15. nóvember. Sjálfsvíg – hvað svo? Sorgarviðbrögð Halldór Reynisson formaður NÝrrar dögunar Í Fréttablaðinu þann 21. októb-er skrifar menntamálaráðherra meðal annars: „Menntun felst ekki aðeins í að fá þjálfun í tilteknu starfi eða verklagi. Hún felst í að efla þroska sinn og skilja hvað felst í því að vera maður. Hún felst í því að temja sér gagnrýna hugs- un þannig að hver og einn geti tekið sjálfstæða og gagnrýna afstöðu í flóknum málum. Lengi vel hefur þetta verið undirstaða alls háskóla- náms í Bandaríkjum Norður-Amer- íku að háskólanemar taka grunn í heimspeki, listum og öðrum húman- ískum fögum sem á að þjóna þess- um tilgangi (undirstrikun okkar).“ Ráðherra lýsir síðan yfir áhyggj- um sínum af hnignun húmanískra greina innan háskólanna og þar sé hugsanlega að leita skýringa á skorti á gagnrýnni hugsun í íslensku sam- félagi í aðdraganda hrunsins. Í þessari grein endurspeglast sú skoðun ráðherra að gagnrýnni hugs- un sé fyrst og fremst (og kannski eingöngu) þjónað af húmanískum greinum. Ef það er rétt, þá er það rökrétt ályktun að leggja þurfi mun meiri áherslu á húmanískar grein- ar til að efla gagnrýna hugsun og þannig bæta samfélag okkar. Við teljum hins vegar ekki rétt að undanskilja raunvísindi og rökhugs- un raunvísinda frá gagnrýnni hugs- un. Rökhugsun sú sem er grunnur raunvísinda byggir á gagnrýnni hugsun. Vísindaleg aðferð og sú mál- efnalega umræða, oft óvægin, sem tíðkast í hinni vísindalegu aðferða- fræði á sér djúpar rætur innan raun- vísinda. Í rökstuðningi sínum segir ráðherra að í bandarískum háskól- um sé öllum skylt að taka námskeið í húmanískum greinum til að læra gagnrýna hugsun. Það er rétt að víða er gerð krafa um að raunvís- indanemar taki námskeið í húman- ískum greinum en það sem vantar í röksemdarfærslu ráðherra er að þetta gildir í báðar áttir. Algengast er að allir nemendur bandarískra háskóla verði að taka námskeið í raungreinum, félagsvísindum og húmanískum fræðum. Hugsunin á bak við þetta er fyrst og fremst að nemendur öðlist breiða mennt- un, en að sjálfsögðu ekki sú að fólk læri gagnrýna hugsun í einhverj- um afmörkuð kúrsum í húmanísku greinunum en haldi síðan áfram að læra til síns starfs eða verklags í hinum fögunum. Gagnrýnni hugs- un er þvert á móti haldið á lofti á öllum stigum náms í húmanískum greinum, félagsvísindum og raun- greinum. Markvissasta leiðin til að efla gagnrýna hugsun í háskólastarfi er að stórefla vísinda- og fræðastörf við háskólana. Húmanískar greinar, raunvísindi og aðrar fræðigreinar háskólanna munu eflast og gagnrýn- in hugsun fá aukið vægi ef kennarar þessara skóla eru öflugir fræðimenn sem taka þátt í alþjóðlegum vísinda- og fræðastörfum. Án gagnrýninnar hugsunar og greiningar mun vísind- um ekki vinda fram. Breið þekking eflir gagnrýna hugsun og húmanísk fræði eiga ekki einkarétt á henni. Anna Ingólfsdóttir, prófessor HR Arnar Pálsson, dósent HÍ Einar Steingrímsson stærðfræð- ingur Guðmundur Hrafn Guðmundsson, prófessor HÍ Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófess- or HR Ingibjörg Harðardóttir, prófess- or HÍ Karl Ægir Karlsson, dósent HR Luca Aceto, prófessor HR Magnús Már Halldórsson, prófess- or HR Ólafur Sigmar Andrésson, próf- essor HÍ Snorri Þór Sigurðsson, prófess- or HÍ Þórarinn Guðjónsson, dósent HÍ Gagnrýnin hugsun og háskólastarf Háskólastarf Tólf prófessorar við HÍ og HR svara grein menntamálaráðherra Tilefni þessara skrifa er ákvörð-un Orkuveitu Reykjavíkur að hækka raforkuverð til neytenda verulega. Í Morgunblaðinu 31. júlí sl. er grein með yfirskriftinni: „Greiða lítinn arð til eigenda. Orkufyr- irtækin hafa ekki greitt mikinn arð til eigenda sinna síðustu árin. Fyrirtækin greiða tugi milljarða í vexti á hverju ári til erlendra banka. Aðeins Orkuveita Reykja- víkur hefur greitt arð til eigenda.“ Tilvitnun lýkur. Við lestur greinarinnar vakna ýmsar spurningar. Eins og t.d. hver á Orkuveitu Reykjavíkur? Eru það ekki þeir sem borga reikn- ingana frá Orkuveitu Reykjavíkur, sem nú breiðir úr sér langt út fyrir borgarmörkin? Eru það ekki hinir raunverulegu eigendur sem eiga að fá greiddan arð? Hafa stjórn og starfsmenn Orkuveitu Reykja- víkur einkarétt á arðgreiðslum, sbr. grein í Fréttablaðinu 3. ágúst sl.: „Meðallaun í OR 470 þúsund – 16% hækkun hefur orðið á launum starfsmanna Orkuveitu Reykjavík- ur á síðustu þremur árum.“? Til- vitnun lýkur. Ég vísa einnig í grein í Fréttablaðinu 3. sept. sl. með yfir- skriftinni: „Reiðarslag fyrir garð- yrkjuna.“ Tilvitnun lýkur. En hvað með heimilin, aðra neytendur og fyrirtæki? Ég er ekki sátt og fór því á stúf- ana til að grennslast fyrir um hina lagalegu hlið málsins. Mig minn- ir nefnilega að bygging Perlunnar á kostnað orkunotenda hafi verið mjög umdeild á sínum tíma, en hún mun sennilega hafa verið upphafið að arðráni Hitaveitu Reykjavíkur, sem nú heitir Orkuveita Reykja- víkur. Í stjórnsýslulögum og vitna ég þá til kennslubókar í norskum stjórnsýslurétti, og gildir væntan- lega það sama í norrænum rétti, geta orkuveitur á vegum sveitar- félaga og á það enn frekar við um einokunarfyrirtæki, ekki innheimt samkvæmt gjaldskrá meira fé en sem nemur útgjöldum fyrirtæk- isins. Ef um orkufyrirtæki er að ræða þá má ekki innheimta meira fé en til að standa undir rekstri og fjárfestingum (lánum og afskrift- um) vegna orkuöflunar. Fyrirtæk- ið má innheimta fyrir óvissum útgjöldum en ekki meira en það. Svo hefur verið áratugum saman. Að greiddur er virðisauka- skattur undirstrikar að verið sé að greiða fyrir vöru eða þjón- ustu, sem sveitarfélagið má ekki nota til óbeinnar skattheimtu. Sé hagnaður á fyrirtækinu settur í rekstur sveitarfélagsins er það ólöglegt. Ef fyrirtækið greiðir til reksturs sveitarfélagsins telst það skattheimta. Arðgreiðsla til sveitarfélagsins er því óbeinn skattur til þess og þarf lagaheim- ild til samkvæmt stjórnarskrá. Arðgreiðsla til Reykjavíkur- borgar er skattur sem neytendur orku þurfa að greiða og er ólög- mæt greiðsla. Af hverju skulu Hvergerðingar og Kópavogs- búar greiða óbeinan skatt til að halda uppi rekstri Reykjavíkur- borgar? Af hverju eiga orkunot- endur almennt að greiða sérstak- an skatt í formi arðgreiðslna til Reykjavíkurborgar? Að skatt- leggja orkunotendur sérstak- lega til að halda uppi almennum rekstri höfuðborgarinnar er ólög- mæt skattheimta. „Ó borg mín borg“, hvert ert þú að fara? Orkuveitan Ellen Júlíusdóttir félagsráðgjafi Af hverju skulu Hvergerðingar og Kópavogsbúar greiða óbeinan skatt til að halda uppi rekstri Reykjavíkur- borgar? Ég minnist þess ekki að ég hafi hitt hinn glaðbeitta Gillzenegg- er. Hann verandi heimsfrægur hef ég þó auðvitað vitað af honum. Ég hef haft tilhneigingu til þess að vera sammála vini hans sem sagði að Gillz væri náttúrlega snarklikkað- ur, en drengur góður. Ég hélt satt að segja í fyrstu að hann væri BARA snarklikkaður. Svo datt inn á borð til mín bók sem hann hafði skrifað. Ég fletti í gegnum hana og las nokkra kafla. Og sá að hvað sem manni þótti um efnið var hún prýðilega skrif- uð. Drengurinn hefur virkilega góð tök á íslensku og virðing mín fyrir honum tók skref uppávið. Nú veit ég ekkert hvernig Gillzen- egger ætlar að skreyta Símaskrána en ég er dálítið hissa á því uppnámi sem það hefur valdið. Hann mun einhverntíma hafa skrifað einstak- lega ruddalega færslu á bloggið sitt og hafi hann skömm fyrir. En hann mun einnig hafa tekið færsluna út skjótlega og beðist afsökunar. Hvað sem því líður finnst mér ekki að bloggfærsla eigi að nægja til þess að mönnum sé bannað að vinna. Látum vera skrækina í dólgfem- ínistum sem krefjast þess að menn séu sviptir vinnu sinni ef þeir hafa ekki nákvæmlega sömu skoðanir og dólgarnir. Mér er sama um þá. En þegar þekktir og virtir rithöfundar hefja herferð til þess að setja mann í Berufsverbot, er mér brugðið. Dinna mín og Hallgrímur frændi, hvað er næst? Á að efna til bókabrennu þegar símaskráin kemur út? Áfram Gillz Símaskráin Óli Tynes fréttamaður Markvissasta leiðin til að efla gagnrýna hugsun í há- skólastarfi er að stórefla vísinda og fræðistörf við háskólana. Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000 Þú færð Michelin dekkin hjá Hjólbarðaþjónustu N1, og hjá betri hjólbarðaverkstæðum um allt land. ...og hef ég þó prófað fjölda vetrardekkja gegnum tíðina, negld og ónegld, nú síðast undir EuroRAP mælingabílnum. Dekkin gefa frábært grip við allar aðstæður og eru hljóðlát og endingargóð. Best af öllu er þó að eyðslan er 0,52 lítrum minni á hundraðið en á sumardekkjunum sem bíllinn kom á frá framleiðanda.“ Ólafur Kr. Guðmundsson tæknistjóri EuroRAP á Íslandi og dómari í Formúlu 1 „MICHELIN X-ICE ERU BESTU VETRARDEKK SEM ÉG HEF PRÓFAÐ HINGAÐ TIL... Kynntu þér nýja vefverslun með hjólbarða á www.n1.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.