Fréttablaðið - 11.11.2010, Side 32

Fréttablaðið - 11.11.2010, Side 32
 11. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR32 Félags- og fjölmiðlafræðing- urinn Sigríður Arnardóttir, Sirrý, hefur síðustu misser- in farið víða með fyrirlest- ur sem ber yfirskriftina „Að laða til sín það góða“. Fyr- irlesturinn fjallar um hvað skiptir máli í lífinu, hvernig hægt er að stjórna því, öðlast bjartsýni og koma draumum sínum í verk. Í kvöld, 11. nóvember, mun Sirrý flytja fyrirlest- urinn í Heilsuborg í Faxa- feni 14 en Sirrý segist, að því er fram kemur í tilkynn- ingu, fjalla „á einlægan og hvetjandi hátt um það hvað skiptir í raun máli í lífinu, hvernig við finnum hvað við viljum og hvernig við löðum til okkar“. Fyrirlesturinn hefst kl. 20 og stendur til 22. Aðgangs- eyrir er 2.000 krónur og í boði eru léttar veitingar frá veitingastaðnum Gló. - jma Fyrirlestur um lífið og drauma ÞAÐ GÓÐA FUNDIÐ Sigríður Arnardóttir, Sirrý, verður með fyrirlestur í Heilsuborg í kvöld sem ber yfirskriftina „Að laða til sín það góða“. Solla Eiríks hráfæðisgúrú og Dorrit Moussaieff for- setafrú þjófstarta alþjóð- legu athafnavikunni með léttri sýnikennslu í matar- gerð með nýsköpunarívafi á veitingastaðnum Gló í Laug- ardal kl 18. í kvöld. Þær ætla að bjóða upp á heilsudrykk og nota afgangana sem til falla við gerð drykkjarins til að gera glútenfrítt heilsu- kex. „Ég var valin talsmað- ur alþjóðlegrar athafna- viku sem hefst í næstu viku og hefur þemað matur,“ segir Solla spurð hvern- ig þetta hafi komið til. „Og Dorrit er fastagestur hjá okkur svo mér datt í hug að fá hana með mér í að gera eitthvað skemmtilegt. Hún var meira en til í það, vildi endilega fá að skella á sig svuntu og skera gúrk- ur með mér. Hún hafði hins vegar öðrum hnöppum að hneppa í athafnavikunni sjálfri svo við ákváðum að taka forskot á sæluna. Vonandi verður þetta inspírasjón fyrir fólk til að þora að gera tilraunir með hráfæði.“ - fsb Solla og Dorrit með sýnikennslu á Gló HRÁFÆÐI Forsetafrúin ætlar að skella á sig svuntu og hjálpa Sollu Eiríks við matargerð á Gló í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Heldur sérstakir tónleik- ar verða haldnir í Víkinni - Sjóminjasafninu í Reykja- vík í kvöld og annað kvöld. Robbie O´Connell, þekktur írskur-amerískur þjóðlaga- söngvari og lagahöfundur mun ásamt Dan Milner, sem starfað hefur meðal annars við varðveislu írskra þjóð- laga og texta, munu flytja írsk þjóðlög er tengjast haf- inu. Síðasta plata Milner, Irish Pirate Ballads and Other Songs of the Sea, var styrkt af Þjóðminjasafni Bandaríkjanna og hefur fengið lofsamlega dóma. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30. - jma Írskar sjóræn- ingjaballöður TÓNLEIKAR Í VÍKINNI Nú í kvöld og annað kvöld verða írsk-amer- ísk þjóðlög flutt í Víkinni. Nepalski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Kunda Dixit fjallar um áhrif loftslags- breytinga á Himalajafjöllin í fyrirlestri á Háskólatorgi klukkan 16.30 í dag. Dixit útskýrir hvernig hlýnun jarðar er að bræða þessa miklu vatnsturna Asíu og sýnir myndir frá Nepal. Á þeim sést glögg- lega að sífrerar Himalaja eru að hverfa um þrisvar sinnum hraðar en á öðrum stöðum í heiminum. Spurningar sem Dixit varpar fram eru meðal annars: Hvaða áhrif hefur þessi þróun á Nepal og svæðið sem heild? Hvern- ig geta fátæk lönd tekist á við vandamál sem þau áttu engan þátt í að skapa? Hvernig fjalla fjölmiðlar um þetta ástand? Fyrirlesturinn verður eins og áður segir í stofu 105 á Háskólatorgi í dag og hefst klukkan 16.30. - fsb Bráðnun jökla í Himalajafjöllum JÖKLAR HIMALAJAFJALLA Þeir bráðna þrisvar sinnum hraðar en aðrir jöklar vegna hlýnunar jarðar. NORDICPHOTOS/APF Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurður Árni Vilhjálmsson bifreiðastjóri, Hólmavík, sem lést á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn 5. nóvember, verður jarðsunginn frá Hólmavíkurkirkju laugardaginn 13. nóvember kl. 13.00. Aðalheiður Ragnarsdóttir Elsa Björk Sigurðardóttir Ólafur Björn Halldórsson Bryndís Sigurðardóttir Ingvar Þór Pétursson Jón Vilhjálmur Sigurðsson Júlíana Ágústsdóttir Hrefna Sigurðardóttir Ásgeir Andri Karlsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jórunn Guðrún Rósmundsdóttir Grundarlandi 12, Rvk, andaðist fimmtudaginn 4. nóvember. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju 18. nóvember kl. 13.00. Jón Bjarni Jónsson Janna Jónsson Rósa G. Jónsdóttir Helgi E. Kolsöe Sigurður P. Jónsson Annette Nielsen Árni P. Jónsson Ásta Emilsdóttir Nanna Jónsdóttir Óskar Guðmundsson Sveinn E. Jónsson Guðlaug Harðardóttir Soffía V. Jónsdóttir Hafsteinn Ó. Þorsteinsson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi Markús Hjálmarsson frá Lækjarbakka í Vestur-Landeyjum, sem andaðist 18. október sl., verður jarðsunginn frá Akureyjarkirkju laugardaginn 13. nóvember kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á PKU-félagið á Íslandi, s: 552 4242. Hjálmar Markússon Þorgeir Markússon Álfheiður Árnadóttir Grétar Markússon Sigurbjörg Á. Ólafsdóttir afabörn Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Ragnar Björnsson matsveinn andaðist á Hrafnistu, Hafnarfirði, þriðjudaginn 9. nóvember. Jóna Ásgeirsdóttir Gunnar Ingi Ragnarsson Valdís Bjarnadóttir Ragnheiður Ragnarsdóttir Egill Þórðarson Anna Birna Ragnarsdóttir Snorri Sigurjónsson Ásgrímur Ragnarsson Unni Larsen Einar Ragnarsson Hafdís Erla Baldvinsdóttir Ingibjörg Ragnarsdóttir Lúther Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vináttu við and- lát og útför ástkærrar frænku okkar, Sigþrúðar Rannveigar Stefánsdóttur frá Grund, Kópaskeri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu að hjúkrunar- heimilinu Sólvangi, 2. hæð fyrir góða umönnun. Arnþrúður G. Björnsdóttir Stefanía Björnsdóttir og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Gestheiður Jónsdóttir andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn 6. nóvember. Útförin fer fram föstudaginn 12. nóvember kl. 15.00 frá Fossvogskapellu. Sigríður Pálsdóttir Eikaas Leif Magne Eikaas Jón Grímkell Pálsson Anna Margrét Kristjánsdóttir Kristmundur Hrafn Ingibjörnsson barnabörn og barnabarnabörn Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.