Fréttablaðið - 11.11.2010, Síða 39

Fréttablaðið - 11.11.2010, Síða 39
FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2010 Í Smáralind geta allir fundið eitthvað sem þá langar í. Því er gjafakort Smáralindar hentug gjöf til starfsmanna fyrirtækja. „Við byrjuðum með rafræn gjafa- kort árið 2002 en þá urðu kortin eins og debetkort bæði í útliti og notkun,“ segir Lovísa Anna Pálma- dóttir, verkefnastjóri markaðs- deildar Smáralindar. Gjafakortin hafa alla tíð síðan notið mikilla vinsælda bæði meðal einstaklinga og fyrirtækja. „Kort- in eru vinsælar gjafir við hin ýmsu tækifæri en í kringum hátíðir eins og jólahátíðina sem nú fer að hönd- um eru þau sérstaklega vinsæl meðal fyrirtækja,“ segir Lovísa en meirihluti kortanna sem keypt eru fyrir jólin panta fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum. Innt eftir algengustu upphæð- unum svarar Lovísa að það sé frá 20 til 50 þúsund krónum. „En að sjálfsögðu sjáum við líka hærri og lægri upphæðir, það er misjafnt eftir fyrirtækjum.“ Smáralind hefur fastan kúnna- hóp sem kaupir kort fyrir hver jól enda segir Lovísa kortin mælast sérlega vel fyrir hjá starfsmönnum fyrirtækja. „Ég fékk einmitt sím- hringingu frá manni um daginn sem sagði að besta jólagjöfin sem hann hefði fengið sem starfsmað- ur væri gjafakort í Smáralind. Nú væri hann í þeirri stöðu að þurfa að kaupa jólagjafir handa starfsmönn- um og Smáralind var fyrsta símtal- ið,“ segir Lovísa glaðlega og bend- ir á að í Smáralind sé enda hægt að fá eitthvað fyrir alla, sama fyrir hvaða aldur. „Ég held að enginn geti verið óánægður með svona gjöf enda geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi, eða jafnvel notað kortið til að kaupa í jólamatinn,“ segir Lovísa og telur að nú vilji menn gefa eitthvað sem komi sér vel fyrir starfs- fólkið. Fyrir þessi jól býður Smáralind nýja þjónustu sem er fyrirtækjum að kostn- aðarlausu. „Það er að sérmerkja gjafakortin með kveðju eða logói fyrirtækisins. Svo bjóðum við upp á tvenns konar gjafaöskjur, annars vegar kort sem nýt- ist þá líka sem jólakort eða fallega gjafaöskju,“ upplýs- ir Lovísa en afgreiðslutími kortanna er að sögn henn- ar einnig skjótur og því lítið fyrir þessu haft. Gjafakort Smáralindar- innar virka í öllum versl- unum en ekki í söluvögnum eða í Vínbúðinni. Hægt er að kaupa kortin hjá þjónustuborði Smáralindar eða í gegnum netið á www.smaralind.is. Allir ánægðir með gjafakort Lovísa Anna Pálmadóttir verkefnastjóri með hið vinsæla gjafakort Smáralindar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Jólaævintýri Smáralindar heitir að þessu sinni „Leitin að jólaandan- um“. Sögumaður er Örn Árnason sem tekur einnig lagið með börnunum. Edda Björg- vinsdóttir leikur konu jólasveins- ins en á svið- inu verða einnig tveir galvask- ir jólasveinar sem munu með hjálp áhorf- enda leita að jólaandanum. Komast þau síðan að því að jólaandann er ekki að finna á neinum einum stað heldur kemur hann að innan þegar fólk gefur af sér, til dæmis þegar það óskar öðru fólki gleðilegra jóla. Selma Björnsdótt- ir kemur einnig að uppsetningunni en hún mun syngja fyrir og eftir leikritið og ná upp stemningu. Öl l fjölskylda n getur haft gaman af en gaman er að geta þess að jólaleikritið er sýnt fyrir opnum tjöldum og því aðgangur alveg ókeypis. Jólaævintýri í Vetrargarðinum ● GÓÐAR HUGMYNDIR Jólagjafahandbók Smáralindar kemur út 25. nóvember. Þar er hægt að fá yfirlit yfir það helsta sem er í boði í verslunarmið- stöðinni og fá góðar hugmyndir að jólagjöfum. Handbókin er rúmlega 160 síður af hugmyndum fyrir hann, hana, þau, barnið og ungling- inn. DAGSKRÁ: 4. des. – kl. 14.00 5. des. – kl. 14.00 11. des. – kl. 14.00 12. des. – kl. 14.00 18. des. – kl. 14.00 19. des. – kl. 14.00 21. – 23. des. kl. 17.00 GJAFA KORT Við sérmerkjum gjafakortið þínu fyrirtæki! Rafræna gjafakortið í Smáralind, pakkað í fallega öskju, er frábær gjöf til starfsmanna og viðskiptavina. Gefðu gjöf sem hittir í mark! Verslanir opnar: mán-mið 11-19, fim 11-21, fös 11-19, lau 11-18 og sun 13-18, www.smaralind.is / 528 8000

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.